Saga - 2011, Page 24
en ekki Renata.) Nelson Mandela, Gandhi, Lech Wałęsa. við erum
apar og hræðileg mjög og meidd. Hugmyndir tengdar misnotkun
valds eru alltaf versti óvinurinn. Jón Sigurðsson og Ronald Reagan,
báðir misnotaðir af seinni tíma kjánapostulum sem nýta sér lygina í
sögumaskínunni.
vald hugmyndanna var þannig 1994 að ungmennafélagspabbi, mik-
ill sómi alls staðar nema í ástum, sagði, þegar ég sagði honum frá
sýfilis-num:
— Guð minn góður, Þórunn. Ætlar þú að draga hann Jón niður í
svaðið!
vigdís forseti kallaði mig inn í langakontór í fyrsta fangelsi og
sagðist ekki ætla að flytja formála að myndinni á 50 ára lýðveldis -
afmælinu í sjónvarpi þjóðarinnar ef Jón væri þar með slíka veiki.
Ég fer miður mín niður í Safnahús, þá alvöru safnahús, í kjallar-
ann þar sem bréf Nonna voru og sá genius loci er við þau loðir. Sest
hnípinn (sagnfræðingur) við mitt borð og hugsa, nýlaminn af bleiku
höndinni, „guð minn góður Jón, hvað á ég að gera“? kemur þá
krúttið hann Haraldur Jóhannesson hagfræðingur heitinn aftan úr
sal og leggur galopið franskt tímarit á borðið fyrir framan mig. Þar er
myndskreytt grein með nýrri heimsfrétt um stöðu eyðni í Afríku.
Andi Jóns lét tilviljunina smella svo rétt fingri. Hann svaraði ákalli
mínu svo:
— Pukur með klofið er ógeð og lætur fólk deyja.
Saga Jóns, nefnilega, meikar engan sens án veikinnar. Ég fann
bréf þar sem tilvonandi tengdapabbi hans sagði hann úthrópaðan
um öll landsins skuð vegna sýfilis-ins. Ég áttaði mig á því að hann
hafði ekki skrifað staf um pólitík fyrir sjúkdóminn. Hann fékk fyrsta
stig veikinnar, horfði upp á félaga sína fá annað stig og deyja. við
þær aðstæður kemur kraftur í þá sem kjósa lífið og æðrast ei. Hann
vildi sanna sig, kveða niður sinn ljóta skugga. Fimm binda ævi-
sagnaritari Jóns Sigurðssonar birti hluta úr bréfi aftast í verkinu til
að reyna að kveða niður þrálátan sárasóttarorðróminn. Hlálegt er að
neðar í sama bréfi spjallar bréfritarinn, læknir og vinur hans, um
veikindin.
ekki er skrítið
að það hrynji
hér í svona
lyga landi.
spurning sögu24
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage24