Saga - 2011, Page 26
Dýrkun á afskekktri smágrein af arfi Germana er döpur ef lokað er á
restina af veröldinni. Mikið Talíbanabragð er af því sem matreitt var
úr Jóni í ungmennafélögum og víðar. Innhverf ást á einangruðum
og heimskum sjálfum sér er döpur í heimi fullum af gulli menning-
ar. Gandhi var miklu betri, og Mandela, því þeir buðu friðsemd,
kærleika og fyrirgefningu, auk mannlegrar reisnar. vildu ekki taka
upp örsmáar kynþáttatungur né afdankaða hollensku og sanskrít.
Jón leiddi okkur yfir til reisnar, sem því miður varð innistæðurýr
vegna rembunnar sem tók völd. Talíbönsk barátta til frelsis er ömur-
legt helsi. Mannkyn löngu sundurgreint er við að renna saman.
Lára Magnúsardóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla
Íslands á Norðvesturlandi
Hagnýta hliðin á því að eiga hetju er að það er til reiðu hugtak sem
unnt er að vísa til með einföldum hætti þannig að margir skilji.
Þannig má vekja máls á flóknum hugmyndum án þess að þurfa
fyrst að skrifa langan inngang með tilvitnunum og neðanmáls-
greinum og hætta á að lesandinn sé löngu búinn að missa einbeit-
inguna áður en komist er að kjarna málsins. Í stað þess má vinda sér
beint að umræðuefninu; Jón Sigurðsson er hugtak.
Jón Sigurðsson var fyrsti íslenski sagnfræðingurinn í nútíma-
skilningi þess orðs. Sagnfræðin sem vísindagrein, sem fékkst við
rannsóknir á skjölum og öðrum heimildum en byggðist ekki á
goðsögnum og trúarritningu, varð ekki fullburða fyrr en á 19. öld.
Jón var því ekki aðeins fyrsti íslenski sagnfræðingurinn heldur var
hann meðal fyrstu sagnfræðinga heimsins, enda varð fræðigreinin
til í þeim vestræna heimi sem hann var hluti af. Þetta var tími nýrra
vísinda sem spruttu upp úr þeim tækifærum sem urðu til þegar
saman fór vísindaleg aðferð, möguleikinn á því að kanna líf manns-
ins án tillits til Guðs, sköpunarsögu og eilífs lífs, splunkunýjar hug-
myndir um stjórnarfar þar sem einstaklingar nytu réttinda gagnvart
ríkinu, þjóðir gagnvart krúnu, og ótal margt fleira sem fléttaðist
saman í algerlega nýja heimsmynd.
kenningar Jóns um framvindu Íslandssögunnar urðu mikilvæg-
ur grunnur að framtíðarsýn fyrir landið, sameiginlegur skilningur á
tilvistarrétti ríkisins, einingu þjóðarinnar og getu hennar til að takast
á við það sem koma skyldi. Þetta gerðist áður en tækni og hagfræði
náðu yfirhöndinni sem framfaratæki, á meðan hið mannlega var
enn talið mikilvægasta eining þjóðfélagsins og sagnfræðingurinn
spurning sögu26
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage26