Saga - 2011, Page 27
Jón stundaði því sína vinnu á heimsmælikvarða þess tíma. Það er til
marks um að Ísland stóð ekki utangátta í heimi þjóðanna þar sem
skáld, heimspekingar og sagnfræðingar, sem unnu sín verk fyrir
komandi kynslóðir, voru valdir í hóp mikilmenna.
Það má margt segja um það hvernig hetjur verða til og það er
nauðsynlegt að vera gagnrýninn á hvernig þeim er beitt í stjórn-
málum og hagsmunapoti, eins og ég hygg að flestir hugvísinda-
menn séu sammála um. en ég vil vekja athygli á þeirri þverstæðu
að þeir sem nú helst halda á lofti 19. aldar hetju sem var hugvísinda -
maður telja sjaldnast að hugvísindamenn samtímans hafi nokkuð til
málanna að leggja sem varði hag þjóðarinnar eða fyrirkomulag hlut-
anna almennt. Það er alkunna að tjáning opinberra aðila á sögu -
þróun Íslands er í litlum takti við alþjóðlega stöðu sagnfræðinnar. Í
landkynningarstarfi sínu jafnt sem innanlandspólitík skilja þeir til
dæmis að það er þeim til framdráttar að sýna að læknisfræði er
stunduð hérlendis samkvæmt nýjustu þekkingu. en þegar kemur að
hugvísindum láta menn eins og engu skipti að tungutak þeirra er
ættað frá 5. áratug síðustu aldar eða fyrr og bregðast jafnvel ókvæða
við gagnrýni. Þeir skilja ekki að sagan breytist, rétt eins og læknis -
fræðin, þótt viðfangsefnið sjálft sé hið sama.
Í hugtakinu Jóni Sigurðssyni fólst sýn á fortíð Íslands og fram -
tíðina eins og hún blasti við þegar slagkraftur þess var mestur. Það er
málefni sem vert væri að ræða; hvort sagnfræðin geti aftur lagt sitt af
mörkum til framtíðarinnar sem virðist ekki lengur blasa við.
Unnur Birna Karlsdóttir, sagnfræðingur á Þjóðskjalasafni Íslands
Ég hef oft gengið framhjá Jóni Sigurðssyni án þess að líta upp til
hans. Hér á ég auðvitað við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austur -
velli. Ég hef líka farið að leiði Jóns, en ekki af ræktarsemi við minn-
ingu hans heldur bara til að taka ljósmyndir, enda frágangur á
leiðinu þannig að það nýtur sín vel á mynd. Myndir af Jóni sjálfum
hafa hins vegar aldrei verið þáttur í mínu lífi. engar myndir af hon-
um héngu uppi á heimilum á æskuslóðum mínum fyrir norðan. Þar
hengdu menn ekki myndir af þjóðhetjum upp á vegg heldur mynd-
ir af uppáhaldshestinum sínum, fyrsta bílnum, traktornum eða nýrri
brú svo dæmi séu tekin, þ.e. myndir af því sem skipti máli í lífsbar-
áttunni. Jón Sigurðsson var því hvergi nærri nema í kennslubókinni
í Íslandssögu. Þar las ég um hann og fór síðan, eins og öll önnur
grunnskólabörn á þeim tíma, út í lífið með þá vitneskju að Jón
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 27
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage27