Saga - 2011, Page 28
Sigurðsson hefði barist gegn innlimun Íslands í Danmörku og væri
þess vegna guðfaðir sjálfstæðis Íslendinga.
Sé það skylda Íslendings nú á dögum að láta sig varða um þá
hátíðlegu ímynd Jóns Sigurðssonar, sem haldið er á lofti opinber-
lega, þá hef ég staðið mig illa. Aldrei hef ég náð að vera vöknuð til
að fara að leiðinu að morgni 17. júní eða nennt að vera viðstödd
þegar blóm sveigur er lagður að fótstalli styttunnar á Austurvelli á
þeim sama degi, en sú athöfn er ein birtingarmynda hetjudýrkunar
þjóð ernishyggjunnar. Strax að Jóni látnum var hann gerður að tákni
sjálfstæðisbaráttunnar við Dani og síðan að tákni fullveldis Íslands
árið 1944, og hefur hann síðan verið talinn „sameiningartákn lands-
manna“, eins og það er orðað í kynningarriti afmælisnefndar for-
sætisráðuneytisins, sem út kom í tilefni af 200 ára afmæli Jóns nú
árið 2011. Svokölluð sameiginleg minning Íslendinga um Jón
Sigurðsson er byggð á sögulegri og menningarlegri innrætingu og
henni er viðhaldið með ákveðnum hátíðlegum og merk ingar þrungn -
um athöfnum árlega, þ.e. á fæðingardegi hans 17. júní, og með því
að reisa honum minnisvarða á hundrað ára fresti, líkt og gert var
1911 og nú aftur á árinu 2011. Hann hefur þannig verið hafinn á
stall, fyrst sem leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar í söguritun á fyrri
helmingi 20. aldar, síðan í almennri söguskoðun og svo auðvitað í
orðsins fyllstu merkingu — eins og styttan á Austurvelli sýnir. Þar
gnæfir hann yfir okkur í stækkaðri mynd, of stór til að falla inn í
fjöldann, og yfir okkur hafinn, svo upphafin ímynd hans meðal
þjóðarinnar fari nú ekkert á milli mála. Það væri að mínu mati
dálítið forvitnileg tilraun að setja styttu af Jóni í raunstærð á Austur -
völl og láta hann standa á jörðinni. Þá væri hann ekki risi sem við
getum ekki horft á nema halla höfðinu verulega aftur, heldur bara
einn af okkur, á okkar plani þótt úr steini væri. Þá yrði hann alla-
vega kannski stundum faðmaður í þakklætisskyni fyrir baráttuna
gegn Dönum, honum klappað á öxlina eða eitthvað þess háttar, eins
og fólk gerir til að sýna velþóknun og velvild í verki, maður við
mann. Ég held að enginn mundi skemma styttuna því engum nú -
lifandi Íslendingi er, það ég best veit, uppsigað við Jón. Það sama
verður líklega ekki sagt um þá sem fóru með leiðtogahlutverkin í
íslenskum stjórnmálum síðustu fimm til tíu ár. Óvíst er að styttur af
þeim gætu staðið á Austurvelli óskaddaðar vegna gremju manna í
garð stjórnvalda eftir bankahrunið.
Jón hefur þó ekki alltaf staðið á Austurvelli; hann var færður
þangað frá Stjórnarráðinu árið 1931 enda táknrænna að láta styttuna
spurning sögu28
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage28