Saga - 2011, Page 29
standa þarna á vellinum og horfa á Alþingishúsið, því það var Jón
Sigurðsson sem vildi að Alþingi yrði endurreist í Reykjavík en ekki
á Þingvöllum eins og Fjölnismenn vildu. Jón deildi ekki gullaldar-
rómantíkinni með Fjölnismönnum og það er því honum að þakka
að þeir sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni þurftu ekki að fara
dag eftir dag alla leið á Þingvöll til að hrekja þáverandi ríkisstjórn
Geirs Haarde frá völdum. Þetta er kannski langsótt tenging en ég
læt hana flakka, enda ekki verri hugmynd um mikilvægi Jóns
Sigurðssonar fyrir Íslendinga nú á tímum en hver önnur.
eitt af því sem býr að baki þegar sögulegar persónur eru teknar
í hetjutölu er þörf okkar fyrir sterka leiðsögn, og sú þörf býr í huga
margra nú, þegar svo margt er upp í loft í samfélaginu eftir banka-
hrunið og ekkert lát á fréttum af misferli og spillingu. Þá vaknar
þörf fyrir hetju sem kemur til bjargar og hreinsar til. kannski eru
einhverjir sem spyrja sig hvað Jón mundi gera í Icesave-málinu,
hvort hann væri með eða á móti inngöngu í evrópusambandið,
hvað hann mundi leggja til í stjórnlagaþingsmálinu, sem komst í
uppnám eftir að Hæstiréttur dæmdi kosninguna ógilda, hvort hann
mundi kalla útrásarvíkingana föðurlandssvikara eða bara siðlausar
viðskiptabullur, hvort honum fyndist forsetinn eiga að hafa máls-
kotsrétt — og þar fram eftir götunum. Þar sem nafn Jóns Sigurðs -
sonar er tákn fyrir fullveldið Ísland er ekkert skrýtið að einhverjir
velti fyrir sér hvað Jón Sigurðsson segði um erfiðu og stóru álita-
málin, væri hann uppi í dag. Slíkar spurningar missa þó marks.
Hefði Jón verið uppi í dag væri hann ekki „Jón Sigurðsson“, enda
var það sjálfstæðisbaráttan sem léði nafni hans þá merkingu sem
það hefur nú og gerði hann að þjóðhetju. Jón Sigurðsson er sam-
nefnari fyrir sjálfstæðisbaráttuna gegn Dönum. Þar byrjaði goðsögn-
in og þar endar hún. Það væri ekki hægt að endurskapa þá ímynd
með því að heimfæra hana upp á daginn í dag, enda var Jón
Sigurðsson 19. aldar maður og hugmyndir hans sem frjálslynds
þjóðernissinna voru 19. aldar hugmyndir. Í dag, á tímum margra
stefnumála og ólíkra hagsmuna Íslendinga, væri hann bara emb-
ættismaður, einn af mörgum, skrifaði kannski í blöðin, væri e.t.v.
staðsettur í Brussel eða þá á Alþingi, eða væri kannski háskólapró-
fessor. Hann bloggaði kannski um málefni Íslands og líðandi stund-
ar, skrifaði greinar og bækur. en hann gæti aldrei leitt íslenska þjóð
að einu marki og alla einhuga, fengi alla þjóðina hvorki til að styðja
inngöngu í evrópusambandið né þá stefnu að standa utan þess.
Tími þjóðhetjunnar er liðinn í þessum skilningi. ef „þjóðhetjur“ eiga
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 29
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage29