Saga - 2011, Side 30
eftir að verða til, þá verður það vegna annarra hluta en þeirra sem
gerðu Jón Sigurðsson að slíkri hetju. Léleg eftirlíking eða endurgerð
í því efni gæti verið að við gengjum Noregskonungi aftur á hönd,
Danir tækju yfir Noreg, við yrðum aftur hjálenda Dana og færum
svo í sjálfstæðisbaráttu, ynnum hana og stofnuðum fullveldið Ísland
að nýju. Langsótt og einskis manns draumur hér á landi, held ég.
Með öðrum orðum: við eigum ekki að vera að rembast við að upp-
færa Jón Sigurðsson og heimfæra persónu hans eða ímynd upp á
samtímann, heldur stuðla að lifandi þekkingu meðal Íslendinga á
því hver baráttumál hans voru, hvaða gildi hann stóð fyrir á sínum
tíma, hver þáttur hans var í sjálfstæðisbaráttunni og að hvaða marki
hann skiptir máli fyrir okkur sem Íslendinga árið 2011.
Mikið væri þó þægilegt að geta bara hallað sér að öxl hetjunnar
og fengið þar skjól. Ég skal játa það hér að ég er ekki alveg laus við
hetjublæti. Hetjur hafa tilgang. Þær þjóna draumsýn mannsins um
betra líf og leiðsögn í ruglingslegum heimi. Ég er þessa dagana t.d.,
eins og flestir ef ekki allir Íslendingar, þreytt og ráðvillt í öllum þeim
darraðardansi sem fylgt hefur í kjölfar bankahrunsins og þætti
ósköp gott að geta bara sest niður og skrifað bréf í von um að fá til
baka traust ráð til að fara eftir. „kæri Jón! Hvort á ég að kjósa með
eða á móti Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl?“
Þannig myndi bréf mitt til Jóns Sigurðssonar kannski byrja ef ég
settist niður núna og skrifaði honum. Það verður þó ekkert um slík-
ar bréfaskriftir af minni hálfu, enda snýr þetta verkefni „afmælis-
nefndar forsætisráðuneytisins“ að áttundu-bekkingum í grunnskóla
en ekki fullorðnum. Ég er ekki grunnskólanemi, tek þess vegna ekki
þátt í því og skrifa ekki Jóni, enda skrifa ég ekki dánu fólki bréf.
Íslendingar skrifuðu Jóni Sigurðssyni til kaupmannahafnar þegar
hann var og hét, og snerust bréfin um ýmis erindi og viðvik. Þar
eiga líka bréfaskipti þjóðarinnar við Jón að enda. Ég hefði kosið að í
stað þess að setja nemendum fyrir það verkefni að skrifa sendibréf
til Jóns Sigurðssonar vegna 200 ára afmælisins hefði verið ákveðið
að öll grunnskólabörn fengju þjálfun í að hugsa og tala um lýðræði,
mannréttindi, sanngirni, jafnrétti, frelsi, ábyrgð og réttlæti.
Íslenskir fræðimenn hafa á undanförnum árum rannsakað og
endurskoðað ævi og ímynd Jóns Sigurðssonar; hvort eða hvernig
þessar nýju rannsóknir muni breyta ímynd hans í huga þjóðarinnar
á eftir að koma í ljós. eins munu menn ræða hvort og hvernig störf
og hugmyndir Jóns Sigurðssonar skipta máli í nútíð og framtíð. Mín
skoðun í því máli er sú að minningu Jóns Sigurðssonar sé ekki mest-
spurning sögu30
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage30