Saga - 2011, Qupperneq 31
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 31
1 Ragnheiður kristjánsdóttir, „Nokkur minnisatriði um muninn á Jóni Sigurðs -
syni og Fjölnismönnum“, Spunavél handa G.H. 1. febrúar 2006 (Reykjavík: án útg.
2006), bls. 25–31.
2 Sjá þar helst Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið. Uppruni og endimörk
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían 2001), bls.
82–85, og sami höfundur, „Tómas Sæmundsson. Trú, sannleikur, föðurland“,
Saga XLv:2 (2007), bls. 52–57, en jafnframt Sverrir kristjánsson, „Íslensk stjórn-
málahugsun og Jón Sigurðsson“, Hugvekja til Íslendinga. Úrval úr ræðum Jóns
Sigurðs sonar til loka þjóðfundar (Reykjavík: Mál og menning 1951), bls. xxiii –xxvi.
3 „Arfur Jóns Sigurðssonar“, Rauði fáninn vIII:3 (17. júní 1936), bls. 1.
ur sómi sýndur með því að setja hann á stall í uppskrúfaðri upp-
hafningu, heldur með því að halda hér uppi réttlátu og lýðræðislegu
samfélagi og standa vörð um tilvist þess. Til þess var barist fyrir
sjálfstæði að við gætum verið frjáls í eigin landi og hvorki und-
irokuð af öðrum þjóðum né hópum innan eigin þjóðar.
Ragnheiður Kristjánsdóttir, aðjúnkt í sagnfræði við Háskóla Íslands
Ég hélt því einu sinni fram að því gagnrýnni sem menn eru gagn-
vart íslenskri þjóðernisstefnu, þeim mun líklegri væru þeir til að
hampa Jóni Sigurðssyni.1 Þetta setti ég í samhengi við vel þekktan
greinarmun sem fræðimenn hafa gert á frjálslyndi Jóns annars vegar
og þjóðernisíhaldssemi Fjölnismanna, og þá ekki síst Tómasar Sæ -
mundssonar, hins vegar.2 Fullyrðinguna studdi ég m.a. eftirfarandi
dæmum úr sögu róttækrar vinstri hreyfingar, sem ég endurtek hér
töluvert stytt en með nokkrum viðbótum.
Á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldar gaf Félag ungra
kommúnista út blað sem það nefndi eftir þýskri fyrir mynd Rauða
fánann. Þann 17. júní 1936 birtist í blaðinu greinin „Arfur Jóns
Sigurðssonar“ og henni fylgdi stór mynd af Jóni sem, samkvæmt
meðfylgjandi texta, var fengin úr útgáfu Menningarsjóðs á bréfa-
safni Jóns. Í greininni sagði meðal annars:
Jón Sigurðsson var foringi íslenzku þjóðarinnar, meðan hún sótti fram
sameinuð … gegn sameiginlegum óvini, dönsku harðstjórninni og
þjónum hennar. Jón var í þessari baráttu sérstaklega fulltrúi hinnar
framsæknu borgarastéttar og hugmyndir hans mótuðust einmitt af
borgaralegum kenningum „frjálslyndu stefnunnar“ (Liberalismans).3
Hér kemur fram sú skoðun að Jón hafi verið framsækinn á sinni tíð
og talsmaður frjálslyndisstefnunnar, og það þarf ekki að koma á
óvart. Það sem vekur hins vegar athygli er það sem á eftir kemur:
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage31