Saga - 2011, Page 32
Það [að Jón aðhylltist frjálslyndisstefnuna] skildi hann frá Fjölnis -
mönnum, sem í „bænda-rómantík“ og fornaldaraðdáun sinni vildu
hafa Alþingi á Þingvöllum.
Þarna var gerður greinarmunur á Jóni og Fjölnismönnum sem er
algerlega hliðstæður þeim sem síðar kom fram í fræðilegum skrif-
um um íslenska þjóðernisstefnu. Í því sambandi var einmitt líka til-
greint eitt skýrasta dæmið um birtingarmynd þessa munar, þ.e.a.s.
deilan um þingstaðinn. Jón horfði fram, og vildi þess vegna halda
Alþingi í Reykjavík, en ekki aftur eins og Fjölnismenn sem vildu
endurreisa Alþingi í fornri mynd á Þingvöllum. Og raunar var þetta
ekki í fyrsta sinn sem ungir róttæklingar hnýttu í þá. Í Alþýðubókinni,
sem fyrst kom út árið 1929, var kafli um Jónas Hallgrímsson og þar
hneykslaðist Halldór kiljan Laxness á óraunsæjum hugmyndum
skáldsins um endurreisn Alþingis á Þingvöllum.4
en stjórnmálahugmyndir Jóns þóttu sem sagt af öðrum toga
spunnar og þess vegna töldu ungu kommúnistarnir sig geta litið á
Jón og aðra fylgismenn frjálslyndisstefnunnar sem brautryðjendur
sinnar byltingarsinnuðu og framsæknu stjórnmálabaráttu. Tilgang -
ur greinarinnar í Rauða fánanum var að sýna fram á að íslenskir
kommúnistar væru arftakar Jóns Sigurðssonar og vekja um leið
athygli á því að íhaldssamir hægrimenn (sem horfðu aftur, en ekki
fram) gætu ekki átt tilkall til hans. Og greinin var kórrétt útfærsla á
nýsamþykktri samfylkingarstefnu alþjóðasamtakanna komintern,
sem gekk meðal annars út á að kommúnistar settu stjórnmálabar-
áttu sína í samhengi við baráttu framsækinna afla á fyrri tíð, þ.á m.
frjálslyndra talsmanna borgaralegs lýðræðis.5
Róttækir vinstrimenn þóttust því kinnroðalaust geta fært rök
fyrir því að Jón væri þeirra stjórnmálamaður, en jafnframt er ljóst að
slík tenging hefði verið snúnari þegar kom að Fjölnismönnum. Í það
minnsta ef við gefum okkur að þeir hafi viljað halda sig við marx-
lenínismann. Því þótt kommúnistar hafi með samfylkingarstefnunni
fengið tímabundið leyfi til þess að höfða til þjóðerniskenndar í mál-
flutningi sínum áttu þeir alls ekki að víkja of langt frá þeirri grunn-
stefnu að „afhjúpa sjálfstæðis- og þjóðernisglamur borgaraflokk-
spurning sögu32
4 Halldór kiljan Laxness, Alþýðubókin (Reykjavík: Jafnaðarmannafélag Íslands
1929), bls. 96 –97.
5 Nánar um samfylkingarstefnu komintern, sjá Ragnheiður kristjánsdóttir, Nýtt
fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsbarátta (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2008), bls.
270–273.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage32