Saga - 2011, Síða 34
Öxnadal, með þeim orðum að einar væri svo „ljóðelskur og ramm-
íslenskur“. Það fylgir jafnframt sögunni að einar hafi „unnað þessu
verki kjarvals betur en flestum öðrum dauðlegum hlutum í eigu
sinni“.11
Fjölnismenn virðast hafa verið sams konar miðpunktur í lífi
kristins e. Andréssonar. Áður er minnst á tengsl Fjölnis og Rauðra
penna, en í lok ævi sinnar skrifaði kristinn bókina Ný augu. Tímar
Fjölnismanna. Þar fullyrðir hann að Jóni Sigurðssyni hafi skjöplast
þegar kom að því að meta framlag Fjölnismanna og þá sérstaklega
hugmyndir þeirra um þingstaðinn:
Þó hart sé að þurfa að segja það, brast Jón Sigurðsson skilningsgáfu til
að meta Fjölni og Fjölnismenn að verðleikum, reyndi jafnvel að bregða
fæti fyrir Fjölni, þó að hann síðar hitaði öll sín járn í þeim eldi sem
Fjölnismenn höfðu kynt. Jón var hinn raunkaldi stjórnmálamaður, þó
að hann brýndi jafnframt landa sína til að „hugsa hátt“. Fjölnismenn
voru honum ekki að skapi, ýmist of ákaflyndir eða sérvitrir eins og
konráð, og hann kaus að fara aðrar leiðir en þeir. Og þarna var ágrein-
ingurinn um þingstaðinn langsamlega heitasta málið. Jón og fylgis-
menn hans vildu láta flytja Alþing til Reykjavíkur, konráð og aðrir
Fjölnismenn ekki taka annað í mál en það væri háð á Þingvelli, svo sem
verið hafði frá því það var stofnað.
…
Flutningur Alþingis til Reykjavíkur var barinn í gegn móti vilja ís -
lenzku þjóðarinnar, allra heima á Íslandi er létu til sín heyra um það
mál … eftir eina öld urðum við sjálf vitni að því að Reykjavík var orðin
það hreiður auðvaldsins sem dafnað hafa í þjóðsvikin frá 1946 og fram
á þennan dag og eitrað hafa út frá sér til alls þjóðfélagsins, og borið
með sér ógæfu Íslands … Þetta mættu þeir eitt andartak hugleiða sem
með praktísku viti og „rökhugsun“ hafa lagt harðasta dóma á Fjölnis -
menn fyrir eldmóð þeirra. en sú kemur tíð í heilbrigðu íslenzku
þjóðfélagi að Alþingi verður aftur háð á Þingvelli, haukþing á bergi,
undir verndarhlíf dulmáttugrar náttúru staðarins, enda verða þá kom-
in til sögu næg praktísk skilyrði.12
vitaskuld er ekki hægt að mæla með nákvæmum hætti og setja fram
á grafi hvernig vinsældir Fjölnismanna og Jóns þróuðust í tímans
rás, og þau dæmi af einari og kristni sem ég tilgreindi hér síðast
sanna kannski ekki neitt. en bæði tengjast þau þeim körlum í hreyf-
spurning sögu34
11 Sólveig einarsdóttir, Hugsjónaeldur, bls. 385.
12 kristinn e. Andrésson, Ný augu. Tímar Fjölnismanna (Reykjavík: Þjóðsaga 1973),
bls. 303–304 og 311–312.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage34