Saga - 2011, Page 35
ingunni sem áttu hvað ríkastan þátt í að móta þjóðernisrómantík
íslenskra róttæklinga, þannig að þau geta að minnsta kosti stutt þá
almennu fullyrðingu sem varpað var fram hér í upphafi, þ.e.a.s. að
því minni efasemdir um þjóðernisstefnu, þeim mun meiri ást á
Fjölnismönnum. Og síðara dæmið sýnir örugglega hvernig sú ást
getur bitnað á Jóni Sigurðssyni. Þannig að ég endurtek: Því meiri
áherslu sem fólk leggur á þjóðernið, þeim mun líklegra er það til að
hampa Fjölnismönnum og Þingvöllum á kostnað Jóns og Reykja -
víkur. Því krítískara sem fólk er á þjóðernið, þeim mun líklegra er
að það treysti sér til að líta upp til Jóns.
Kristrún Halla Helgadóttir, meistaranemi í sagnfræði við Háskóla
Íslands
Þann 17. júní 1944 birtist ljósmynd af Jóni Sigurðssyni á forsíðu
Morgunblaðsins. Myndinni fylgdi umfjöllun eftir Gísla Sveinsson,
forseta sameinaðs Alþingis, undir fyrirsögninni Jón Sigurðsson for-
seti þjóðskörungur Íslands. Fer Gísli þar lofsamlegum orðum um
Jón er hann ritar „að Jón Sigurðsson hafi á ýmsa lund verið einn
mestur maður af þeirra bergi brotinn á síðustu öldum, mentamaður
frábær, ötull til starfa og glöggur, áhugamaður í þjóðmálum framar
öllum samtíðarmönnum sínum hjerlendum og frelsisunnandi ætt-
jarðarvinur frá því er hann fyrst hóf afskifti af almennum málum og
til hinstu stundar“.1 ekki telur Gísli þörf á að rekja starfssögu Jóns
né æviatriði vegna þess hversu vel þjóðin þekki til hans. Óhætt er
að fullyrða að á þessum degi, þegar sjálft lýðveldið var stofnað, hafi
frægðarsól Jóns Sigurðssonar risið einna hæst meðal þjóðarinnar. Til
þess að svara spurningunni um hver Jón Sigurðsson er ætla ég að
fletta Morgunblaðinu áfram á þjóðhátíðardegi lýðveldisins og kanna
hvernig hann birtist lesendum blaðsins.
Á fyrstu árum hins nýstofnaða lýðveldis birtist oft mynd af Jóni
Sigurðssyni á forsíðu blaðsins. Frá og með árinu 1958 hverfur hann
hins vegar af forsíðunni og hvítar stúdentshúfur taka við sem
forsíðumynd blaðsins á þjóðhátíðardaginn: „Þar getur að líta glatt
og þróttmikið æskufólk, sem sigrazt hefur á mikilli prófraun og er
nú að hefja nýja baráttu í þágu lands og þjóðar. Æskan er bjartsýn
og þetta frjálshuga fólk yljar hug hinna eldri og eykur traust þeirra á
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 35
1 Morgunblaðið 17. júní 1944, bls. 1. Framvegis vísað í blaðið með því að tiltaka
blaðsíðutal innan sviga.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage35