Saga - 2011, Page 37
Sigurðsson er á undanhaldi, þó með þeirri undantekningu að á 20
ára afmæli lýðveldisins, árið 1964, er honum þakkað fyrir störf sín
með mikilli lofræðu (bls. 8). Á árunum 1968–78 gerist það svo að Jón
gleymist með öllu í leiðara blaðsins. Jafnvel á 30 ára afmæli lýðveldis -
ins árið 1974 er ekki minnst á hann einu orði. Lýðveldisafmælið fellur
þá í skuggann af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og yfirstandandi
kosningabaráttu. Segja má að stjórnmálin, bæði innanlands og utan,
séu farin að ná yfirhöndinni.
endurkoma Jóns Sigurðssonar í leiðara Morgunblaðsins árið 1978
er þó athyglisverð. Þar kemur fram að þorskastríðið hafi unnist
undir kjörorði Jóns „eigi víkja“. Því er lýst hvernig Íslendingar unnu
einn merkasta sigur í sögu sinni er þeir tryggðu sér yfirráð yfir 200
mílna fiskveiðilögsögu. „Þetta lokatakmark sjálfstæðisbaráttunnar
var erfiður róður, en með stjórnmálasnilli, varkárni, samningum og
samstöðu þjóðarinnar á örlagastund tókst að koma þessu mikil-
vægasta máli líðandi stundar heilu í höfn.“ Jón er gerður að tákn-
gervingi fyrir baráttuna um 200 mílurnar þegar sigurinn er í höfn,
en lítið sem ekkert var hins vegar minnst á hann í baráttunni sjálfri,
að minnsta kosti ekki í þeim blöðum sem hér voru skoðuð.
Leiðarahöfundur segir oft hafa stormað um blaðið í þorskastríðum
en það hafi haft „góðan málstað — og orð Jóns Sigurðssonar að
leiðarljósi“ (bls.16). Á sama hátt gerir Morgunblaðið, á þjóð hátíðardegi
Íslendinga árið 1997, tungumálaátak frú vigdísar Finnbogadóttur
að þætti í sjálfstæðisbaráttunni er það fjallar um tunguna, varðveislu
sögunnar og menningararfleifðina sem viðvarandi fullveldisbaráttu
lítillar þjóðar (bls. 36).
eftir sigurvímu þorskastríðsins er almennt lítið fjallað um Jón
Sigurðsson á síðum Morgunblaðsins. Þann 17. júní árið 1984 birtist þó
áhugaverð grein í blaðinu eftir Guðmund Magnússon blaðamann.
Tilefni greinarinnar var að útvarpsmenn höfðu nokkrum árum áður
farið með hljóðnema út á götu og spurt vegfarendur hvað þeir vissu
um Jón Sigurðsson. Í ljós kom „að afar fáir þekktu til hans eða áttuðu
sig á því hvers vegna hann nýtur opinberrar hylli“. Taldi Guð -
mundur líklegt að hin mikla lofræða um Jón hefði fælt menn frá og
því hefði velgengni hans sjálfs orðið honum fjötur um fót (bls.14–15).
At hyglis vert er að þegar þetta var ritað hafði Jón Sig urðsson, að
árinu 1978 undanskildu, verið fjarverandi á síðum blaðs ins í hartnær
15 ár. Hvort þessi könnun útvarpsmanna og umræðan í kjölfar henn-
ar hafi haft áhrif er ekki ljóst, en upp úr þessu fer blaðið að fjalla tölu-
vert meira um Jón Sigurðsson í leiðara sínum á þjóðhátíðardeginum.
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 37
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage37