Saga - 2011, Side 40
ur verið notalegur við frænku sína unga.2 Guðrún Borgfjörð
(1856–1930), sem hafði kynni af Jóni þegar hún var ung stúlka,
segir í Minningum sínum: „Mikið var Jón Sigurðsson ljúfur og lítil -
látur“.3
Jón Sigurðsson var sem kunnugt er í miklu uppáhaldi meðal
íslenskra stúdenta í Höfn, svo sem frásagnir þeirra margra vitna
um. Björn M. Ólsen, síðar háskólarektor (1850–1919), sem hélt til
náms í Danmörku árið 1872, segir t.d. að Jón hafi borið „ægishjálm
ifir alla Íslendinga í kaupmannahöfn. við hinir ungu menn trúðum
beinlínis á hann og fliktumst undir merki hans með eldmóði æsk-
unnar.“4 Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson (1835–1920), sem
var nokkru eldri en Björn, sagði Jón ætíð hafa verið í fararbroddi
meðal Íslendinganna í borginni: „Langmest fanst mér um Jón
Sigurðsson, og kom oftast í hans hús; var hann og sjálfkjörinn
höfðingi nálega allra Íslendinga í Höfn, og hélzt það alla stund
meðan hann lifði.“5 Greinilegt er af skrifum stúdentanna að þeir
dáðust mjög að Jóni. eitt það sem þeir kunnu vel að meta var að
hann þóttist ekkert yfir þá hafinn og umgekkst þá á jafnréttis-
grundvelli. Þá var Jón að sögn ungu mannanna skemmtilegur og
lék á als oddi á mannfundum.
Jón var vinum sínum bæði „hlýr og þýður“, að sögn Indriða
einarssonar (1851–1939).6 Í daglegum heilsubótargönguferðum sín-
um fékk Jón oft með sér til félagsskapar íslenska göngufélaga.
Indriði segir: „ef stúdent, sem var kunnugur Forseta, mætti honum
á götunum, þá stakk Forseti oft hendinni undir arm honum, sneri
honum við og sagði: „Þér hafið ekkert að gera, gangið þér með
mér.““7 Síðan lýsir Indriði því að gönguferðirnar hafi gjarnan endað,
í hans tilfelli í það minnsta, á eftirfarandi hátt: „Forseti tók mig inn á
spurning sögu40
2 valtýr Stefánsson, „Gamlar myndir og minningar. Frú Ingibjörg Jensdóttir segir
frá“, Myndir úr þjóðlífinu. Fimmtíu viðtöl (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1958), bls.
bls.138–147.
3 Guðrún Borgfjörð, Minningar. Útg. Agnar kl. Jónsson (Reykjavík: Hlaðbúð
1947), bls. 37.
4 Björn M. Ólsen, „endurminningar um Jón Sigurðsson“, Skírnir 85 (1911), bls.
265.
5 Matthías Jochumsson, Sögukaflar af sjálfum mér (Akureyri: Þorsteinn Gíslason
1922), bls. 110.
6 Indriði einarsson, Séð og lifað. Endurminningar (Reykjavík: Almenna bókafélagið
1972), bls. 146.
7 Sama heimild, bls. 147.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage40