Saga - 2011, Side 41
eitthvert dýrasta kaffihúsið í Höfn, heimtaði lista yfir vínin, veitti
stórt glas af portvíni … bauð vindla … Fyrir utan dyrnar kvaddi
hann mig með virktum, vonaði að sjá mig næsta sunnudagskvöld
heima hjá sér, setti hattinn langt niður í hnakkanum og gekk létt
og fjörlega heim á leið.“8 Þórhallur Bjarnarson (1855–1916) biskup
lýsir því í endurminningum hvernig hann, tólf ára drengurinn,
kynntist Jóni og hvernig feimnin gagnvart honum rann af honum
eftir því sem hann kynntist hinum aldna höfðingja betur: „Á 13. ári
kom eg til Hafnar … og [var] þá heimagangur hjá Jóni Sigurðssyni
[í nokkrar vikur]. Jón sagði mér að koma til sín á vissum tíma á
morgnana, gekk hann sér þá út til hressingar og tók mig með sér
og sýndi mér þá um leið bæinn. Hann var svo kátur og gaman-
samur, að eg varð fljótt ófeiminn við hann, og spurði eg hann
margs.“9 Þessi lýsing kemur heim og saman við endurminningar
Benedikts Gröndals (1826–1907): „Jón var ekki laus við að vera
barnalegur í aðra röndina eins og ég“. Þess vegna voru göngu-
ferðir þeirra Benedikts eftir fræðastörf dagsins honum „hin mesta
skemmtun.““10
Gáskinn og gleðin sem birtist í lýsingum unga fólksins af Jóni er
nokkuð óvænt mynd af staðfastri sjálfstæðishetju. Dagsdaglega gat
hann verið glaðvær og unað sér í návist ungmenna ekki síður en
margvísra fræðimanna og alvarlegra embættismanna. Það hefur
hugsanlega verið honum hvíld frá amstri fræðanna og erilsömum
stjórnmálastörfum að ganga um götur Hafnar með ungu stúdent-
unum eða fá þá í kvöldmat heima við Austurvegg.
Björn M. Ólsen getur þess að heimili þeirra Jóns og Ingibjargar
eiginkonu hans á Østervoldgade hafi verið „opið … á miðviku-
dagskvöldum, ef jeg man rjett, og var þá oftast fjölment hjá hon-
um af Íslendingum, einkum þó af hinum ingri mönnum.“11
Samkvæmt öðrum heimildum var heimilið líka opið fyrir gesti á
laugardagskvöldum.12 Raunar virðast lýsingar á heimili Jóns og
Ingibjargar eiginkonu hans benda til þess að þar hafi verið sífelld-
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 41
8 Sama heimild, bls. 147–148.
9 Þórhallur Bjarnarson, „endurminningar um Jón Sigurðsson“, bls. 274.
10 Benedikt Gröndal, Rit I–III. Útg. Gils Guðmundsson (Reykjavík: Skuggsjá
1982–1983). Hér III, bls. 233.
11 Björn M. Ólsen, „endurminningar um Jón Sigurðsson“, bls. 265.
12 Aðalgeir kristjánsson, Nú heilsar þér á Hafnarslóð. Ævir og örlög í höfuðborg
Íslands 1800–1850 (Reykjavík: Nýja bókafélagið 1999), bls. 340.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage41