Saga - 2011, Síða 42
ur erill.13 Björn lýsir gestakomum hóps stúdenta á heimili Jóns á átt-
unda áratug 19. aldar og nefnir sérstaklega hversu hjálpfús, ljúfur í
viðmóti, gestrisinn og góðviljaður Jón var:
Hann stóð upp, jafnskjótt sem gestirnir komu, fagnaði þeim og bauð
þeim til sætis á legubekk, sem stóð við einn vegg stofunnar, og á stól-
um kringum ávalt borð, sem stóð firir framan legubekkinn, en sjálfur
flutti hann skrifborðsstól sinn að öðrum borðsendanum og settist í
hann. var þá skrafað og skeggrætt, þangað til húsfreija kom inn og
bauð mönnum til borðs … Tókust þá [eftir matinn] fjörugar sam ræður,
enn hrókur als fagnaðar var húsbóndinn, hvort sem hann talaði „eins
og sá sem vald hafði“ um íslensk stjórnmál, eða miðlaði okkur hinum
ingri mönnum af hinum óþrotlegu fjársjóðum þekkingar sinnar í sögu
Íslands, bókmentum þess og málfræði, eða hann kriddaði samtalið með
græskulausu gamni. Mjer stendur hann enn í dag lifandi firir hug-
skotssjónum, þar sem hann sat firir borðsendanum, hallaði sjer aftur í
skrifborðsstólinn og teigði frá sjer fæturna inn undir borðið, með flak-
andi vesti, í ljómandi hvítri ermaskirtu og með sloppinn hangandi
niður beggja megin við stólinn, með vindil í annari hendi, enn hina
höndina oftast í buxnavasanum, með bros á vörum og í híru skapi.14
Mynd ungu námsmannanna í Höfn af Jóni á efri árum er nokkuð
önnur en sú mynd sem eldri menn, sem kynntust Jóni ungum,
draga upp af honum. Sveinbjörn egilsson (1791–1852) tekur undir
álit Finns Magnússonar (1781–1847) leyndarskjalavarðar á Jóni og
segir í bréfi til hans árið 1838 að Jón sé skarpur, vinni verk sín af ein-
stakri alúð og enginn geti orðið betri en hann til að sinna
fornfræðistörfum.15 Steingrímur Jónsson biskup (1769–1845) hafði
Jón undir verndarvæng sínum í Laugarnesi í þrjú ár, 1830–1833. Jón
var þá skrifari biskups. Af bréfum biskups má sjá að hann hafði
mikla trú á unga manninum Jóni.16
Lýsingarnar hér að ofan sýna að Jón varð samferðamönnum sín-
um mjög hugstæður. Hann var unga fólkinu sem kynntist honum
greinilega hjartkær og þeir sem voru honum eldri höfðu trú á hæfi-
leikum hans, manndómi og staðfestu.
spurning sögu42
13 Margrét Gunnars dóttir, „Ég bið að heilsa konu þinni …“ Ævi Ingibjargar
einarsdóttur (1804–1879), bls. 52–75.
14 Björn M. Ólsen, „endurminningar um Jón Sigurðsson“, bls. 265–267.
15 Aðalgeir kristjánsson, Nú heilsar þér á Hafnarslóð, bls. 278.
16 Gömul Reykjavíkurbréf. Íslenzk sendibréf vI (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1965).
Sjá í bréfum Steingríms biskups Jónssonar til Jóns, skrifuð (frá Laugarnesi) 3.
mars 1835 og til 19. febrúar 1845, bls. 9–38.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage42