Saga - 2011, Síða 44
hann sé fastur fyrir, en hann stóð gegn því að Bókmenntafélagið
veitti konráð Gíslasyni 300 rd. lán, án þess að einhver trygging væri
fyrir greiðslu. Segist hann í bréfinu verða að þola það þó hann
„verði kallaður sá versti Tyrki“.21
Þessar brotakenndu lýsingar Jóns á sjálfum sér virðast vera
gerðar af hispursleysi. Hann er t.d. óhræddur að gangast við því að
vera „egóistiskur“. Gísla vini sínum skrifar hann eftirfarandi línur í
ágúst 1854:
elskulegi bróðir.
kærar þakkir fyrir bréf þitt að vanda elskulegt; ekki trúi eg því
við þekktum ekki hvor annan enn, þó lángt sé síðan, en samt er
von þú segir það, því eg man að eg var býsna egóistiskur í anda
þegar eg skrifaði þér seinast, enda hefi eg nú alténd verið það,
en hvað stoðar annað? maður verður jetinn upp, reyndar hvort
sem er, en einkum ef maður ekki gætir dálítið að sér, og það
vildi eg hafa brýnt fyrir þér, einsog fyrri. Þú ert reiður við þá
þarna hjá þér, og eg trúi því þeir sé kannske hvikulir, en hvað
um gildir: þeir verða þó beztir, Íslendingar, af því fólki sem
maður á við. ekki eru þeir betri hérna: fullir af hroka þegar þeir
geta komið sér við, en hérar þegar nokkuð bjátar á.22
víðar í bréfum til Gísla lýsir Jón því yfir að hann sé „egóisti“.23 Í
bréfi, sem hann skrifar fimmtíu og fimm ára að aldri, segist hann
vera „sjálfgæðingur“ þegar hann útskýrir fyrir Gísla hvernig hann
telur réttast fyrir Íslendinga að losna undan dönsku valdi. Jón skrif-
ar: „eg er einsog þú veizt, svo mikill sjálfgæðíngur, að þegar eg hefi
fengið vissa sannfæríngu um einhvern hlut, og eg sé að aðrir, sem
vilja hafa það öðruvísi, hafa ekki gáð að stærstu atriðum í málinu,
þá kæri eg mig ekkert um það, og tek mér ekkert nærri, þó þeir
dæmi hvernig sem þeir ætla sér.“24
Jón tók sjálfan sig ekki alltof hátíðlega. Mörg ummæli hans eru
til vitnis um það að formlegheit hafi ekki verið honum sérlega að
spurning sögu44
21 Jón Sigurðsson til Gísla Hjálmarssonar, kaupmannahöfn 26. ágúst 1844, Bréf
Jóns Sigurðssonar, bls. 78–79.
22 Jón Sigurðsson til Gísla Hjálmarssonar, kaupmannahöfn 18 . ágúst 1854, Bréf
Jóns Sigurðssonar, bls. 211.
23 Jón Sigurðsson til Gísla Hjálmarssonar, kaupmannahöfn 6. september 1856,
Bréf Jóns Sigurðssonar, bls. 235.
24 Jón Sigurðsson til Gísla Hjálmarssonar, kaupmannahöfn 17. apríl 1866, Bréf
Jóns Sigurðssonar, bls. 405–406.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage44