Saga - 2011, Síða 45
skapi. Í bréfi til séra Sigurðar Gunnarssonar segir hann: „Ástkæri vin.
kærar þakkir fyrir bréfin þín í haust, og ekki sízt fyrir þúunina, sem
var mér eins kær og þér, því „þérugheitin“ eru mér reyndar ekki
hjartgróin, þó maður megi því miður opt sanna, að hvorugt standi á
miklu.“25
Jón sýnist hafa verið glaður í geði öllu jöfnu og ekki velt sér upp úr
erfiðleikum lífsins. Sú lífsafstaða hans kemur greinilega fram í þessu
bréfi til Jens bróður hans sem hann skrifar stuttu fyrir fimmtugsafmæli
sitt: „[ég] vildi óska þú létir undan í því, að vera meira activ með okk-
ur, og ekki vera óánægður með allt og alla. Þá er eg viss um að allt
kæmi í bjartara ljós fyrir þér, og þessar dimmu hugsanir flýi. eg kasta
þeim burt, því þær eru ekki nema til að kvelja sjálfan sig.“26
Íris Ellenberger, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands
vorið 1995 stóð menntaskólastúlka á stóra sviðinu í Háskólabíói og
tók við bókargjöf að launum fyrir „siðprýði, iðni og framfarir“.
Framan á bókarkápunni er ljósmynd af ungum karlmanni sem horfir
í átt að myndavélinni, í senn alvarlegur og mildur á svip. Staðfesta
og djörfung einkennir allt hans fas. Í bakgrunni eru myndir frá
Íslandi og kaupmannahöfn í íslensku fánalitunum. ekki fer á milli
mála að þarna er þjóðhetja á ferð.
en ef það skyldi dyljast viðtakandanum, unglingsstúlkunni, þá
tekur höfundurinn, einar Laxness, af allan vafa í upphafi bókar:
Ugglaust mun sú þjóð vart finnast í víðri veröld, sem ekki hefur af þeim
persónum að státa í sögu sinni er síðari kynslóðir hafa gefið þjóðhetjunafn
og dáð um aðra menn fram […] menn, sem fóru á lífsferli sínum og í
ævistarfi langt á undan sínum tíma, en sagan hefur staðfest, að létu í ljós
einlægustu frelsishugsjónir samtímans. Það er því að vonum, að slíkir
menn hafi orðið átrúnaðargoð og viðkomandi þjóðir vilji heiðra minningu
þeirra og skírskota sérstaklega til lífsstarfs þeirra sem fyrirmyndar kom-
andi kynslóðum til eftirdæmis. við Íslendingar eigum einn slíkan mann
sem óumdeilanlega verðskuldar þetta heiti: Jón forseta Sigurðsson.
Það fór því ekki á milli mála hvaða lærdóm „iðin og siðprúð“ ung-
menni áttu að draga af þessari litlu en um leið veglegu gjöf. verst
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 45
25 Jón Sigurðsson til Sigurðar Gunnarssonar, kaupmannahöfn 22. maí 1852, Bréf
Jóns Sigurðssonar, bls. 191.
26 Jón Sigurðsson til Jens Sigurðssonar, kaupmannahöfn 1. júní 1861, Bréf Jóns
Sigurðssonar, bls. 313.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage45