Saga - 2011, Page 46
var að viðkomandi unglingsstúlka hafði ekki nokkurn áhuga á sögu
og dauðum köllum. Lærdómurinn fór rakleiðis upp í hillu og
losnaði ekki þaðan fyrr en 16 árum seinna þegar ungviðinu fyrrver-
andi var fengið það verkefni að svara spurningunni „Hvað er Jón
Sigurðsson?“ fyrir tímaritið Sögu.
Jón Sigurðsson er mjög dæmigerður sögulegur gerandi í sögu
vesturlanda. Hann er hvítur, gagnkynhneigður stjórnmálamaður,
sem sagt dæmigerður sögulegur „kall“. Sagnfræðileg skrif eru upp-
full af slíkum köllum sem höfðu vegna kyns síns, samfélagsstöðu,
menntunar, kynhneigðar og kynþáttar möguleika á að hafa áhrif á
stjórnmál, vísindi, efnahag og önnur svið sem þykja vænleg til að
valda straumhvörfum í sögum þjóða og menningarheima. Svo kall -
aðar þjóðarsögur eru því á stundum í raun saga þessa tiltekna þjóð -
félagshóps.
Jón Sigurðsson er þannig dæmigerður sögulegur kall. en ekki
nóg með það. Gerandahlutverk hans fólst í því að leiða hið óskýra
fyrirbæri „íslensku þjóðina“ fram í átt til sjálfstæðis. Þannig varð
hann þjóðhetja, jafnvel í lifanda lífi. Fyrir því má færa rök að hann
sé ekki einungis sögulegur kall heldur jafnvel „kallinn í Íslandssög-
unni“, sá sem söguvitund Íslendinga beinlínis hverfist um.
kallinn í Íslandssögunni á það sameiginlegt með stallbróður sín-
um í tunglinu að það er sitthvað um þá vitað, en sú vitneskja hefur
aðeins að takmörkuðu leyti ratað inn í „almenna þekkingu“, ef það
fyrirbæri er þá til. Sagnfræðingum og geimvísindafólki til mikillar
armæðu glíma þeir, a.m.k. enn sem komið er, við ofurefli þegar
kemur að því að hnekkja þeim heillandi, rómantísku og aðgengilegu
„sannindum“ um tvímenningana sem landsmenn telja sig hafa upp-
götvað. ennfremur eru báðir hluti af táknkerfum sem vísindalegar
rannsóknir hafa takmörkuð áhrif á. kallinn í Íslandssögunni, þ.e.
Jón Sigurðsson, og kallinn í tunglinu eiga það sammerkt að táknræn
merking þeirra ber vísindalegar niðurstöður ofurliði.
Anthony D. Smith fjallar um þjóðernistákn og þjóðernissjálfs-
myndir í bók sinni National Identity frá 1991. Hann rekur ólíkar
stoðir þjóðernishyggju sem birtist í athöfnum og táknum. Þessar
stoðir eru sjálfstæði, þjóðernissjálfsmynd, framúrskarandi eiginleik-
ar, upprunaleiki, eining og bræðralag. Birtingarmyndir þessara
stoða eru m.a. þjóðfánar, þjóðsöngvar, mynt, þjóðbúningar, söfn og
minnisvarðar, auk minna áberandi þátta eins og hvers kyns þjóðar -
afþreyingar, ævintýra og þjóðsagna, byggingarstíla, handverks,
bæjar skipulags og þjóðhetja. Þessi tákn telur Smith með lífseigustu
spurning sögu46
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage46