Saga - 2011, Blaðsíða 47
þáttum þjóðernishyggjunnar. Bók um Jón Sigurðsson er því ekki
aðeins fróðleg gjöf heldur einnig vitnisburður um sjálfstæði, fram-
úrskarandi eiginleika, upprunaleika þjóðarinnar og margt, margt
fleira. Jón er tákngervingur alls þess besta sem býr með þjóðinni,
ókrýndur konungur landsins sem vakti þjóðina upp af doða og blés
henni áræði í brjóst. Úr augum hans hafa rithöfundar lesið allt í
senn: ljúfmennsku, glaðlyndi, fjör, viljaþrek, karlmannslund, skarp-
skyggni, dómgreind, hyggindi og viturleika.
Félagsfræðingurinn Michael Billig hefur þó vakið athygli á því að
þjóðernistákn virki ekki með sama hætti hjá þjóðum í sjálfstæðisbar-
áttu og nýfrjálsum þjóðum annars vegar og gamalgrónum þjóð um
hins vegar. Hann hefur mótað hugtakið banal nationalism, eða hvers-
dagsleg þjóðernishyggja, til aðgreiningar frá afdrifum þjóðernis tákna
meðal þjóða sem hafa sannað tilverurétt sinn. Þjóðernis sjálfsmynd
þeirra er viðhaldið vegna þess að þjóðernið myndar grunninn að
stjórnmálaumræðu, menningarafurðum, jafnvel efnisröðun dag blaða,
og er þannig óaðskiljanlegur hluti af daglegum venjum fólks. Borg -
ararnir eru þannig þráfaldlega minntir á þjóð ernið en eru þó orðnir
svo samdauna þessum afurðum þjóðernisins að þeir bera ekki kennsl
á áminninguna. Þjóðernistákn hverfa ekki eftir því sem fullvalda ríki
festast í sessi. Þau eru innlimuð inn í gjörvallt umhverfi heimalands-
ins í stað þess að vera stillt upp til sýnis á meðvitaðan hátt.
Þjóðfánar, þjóðernistákn á gjaldmiðli, máltæki og þjóðræknis-
félög eru dæmi um þætti sem minna á þjóðernið án þess að sérstak-
lega sé eftir því tekið. Jón Sigurðsson prýðir einmitt fimmhundr uð -
krónaseðilinn og ásjónu hans hefur verið fundinn staður á ólíkleg-
ustu hlutum, allt frá frímerkjum til súkkulaðis. Þannig má færa rök
fyrir því að örlög Jóns séu þau sömu og annarra þjóðernistákna, að
skreyta gjaldmiðla og ríkisstofnanir án þess að því sé veitt nein sér-
stök athygli, nema ef vera skyldi á hátíðarstundu eða þegar „þjóðin“
þykir eiga undir högg að sækja. við erum orðin svo vön myndum
af Jóni Sigurðssyni á opinberum vettvangi að við tökum varla eftir
þeim, ekki einu sinni þegar hann vokir yfir okkur á Austurvelli. Það
mætti því álykta að karlmannslund, skarpskyggni, dómgreind,
hyggindi og viturleiki þjóðarinnar eins og þau tákngerast í Jóni
Sigurðssyni séu í besta falli eins konar þjóðernisleg lyftutónlist, bak-
grunnsstef sem er í senn kunnuglegt og óeftirtektarvert. Í versta falli
sé Jón Sigurðsson handahófskennt tákn fyrir auglýsendur og
áróðurs meistara sem skírskota óljóst til þjóðernisins eða einhvers
konar séríslenskra eiginleika. Þá má lengi velta því fyrir sér hvort
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 47
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage47