Saga - 2011, Page 48
Jón hafi e.t.v. háð harða baráttu við lundann eða Gullfoss um pláss í
auglýsingum á háhraðanettengingu eða tryggingum.
Hins vegar má ekki gleyma því að Jón Sigurðsson var eitt sinn
mjög lifandi þjóðernistákn, sem þjóðhetja öðrum til fyrirmyndar.
Færa mætti rök fyrir því að hann sé það enn á stundum, enda
flaggað á virkan hátt í tilefni átakamála á borð við Icesave-deiluna.
Það má ekki gera lítið úr því hlutverki, enda hefur það vakið athygli
að Íslendingar hafa háð nær þrotlausa sjálfstæðisbaráttu síðan póli-
tískt sjálfstæði náðist árið 1944. ennfremur má búast við því að ríkis -
styrkt flöggun á þjóðhetjunni og þjóðernistákninu Jóni Sigurðssyni á
200 ára fæðingarafmælinu hefji hann yfir svið lyftutónlistarinnar um
stund.
Jón Sigurðsson er þó, líkt og önnur þjóðernistákn, skapaður á
öðrum tímum og fyrir aðra Íslendinga. Hann skyldi verða fyrir-
mynd þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði landsins við upphaf 20.
aldar. Því vaknar sú spurning hvort hvítur, íslenskur, gagnkyn-
hneigður stjórnmálamaður sé í dag óumdeilt þjóðernistákn í sam-
félagi sem rúmar mun meiri fjölbreytileika en þekktist fyrir 100
árum. Því er áhugavert að spyrja hvenær Jón Sigurðsson hættir að
vera þjóðhetja og fyrirmynd og verður staðgengill lundans, þ.e.
handahófskennt þjóðernistákn sem skírskotar á óljósan hátt til enn
óljósari hugmynda um íslenskt þjóðerni.
Þann 8. mars 2011 hélt Páll Björnsson sagnfræðingur erindi um
Jón Sigurðsson á vegum Sagnfræðingafélags Íslands, undir titlinum
„Fjallkarl Íslands“, en þar beindi Páll sjónum að notkun Jóns sem
þjóðernistákns. Af glærum sem fylgdu erindi hans mátti ráða að
flestir þeir sem ræddu um Jón Sigurðsson væru karlar, og í um -
ræðum að erindi loknu gaf áheyrandi úti í sal í skyn að konur hefðu
e.t.v. ekki samsamað sig Jóni í sama mæli og karlar. Það er því vafa-
laust mjög einstaklingsbundið hvort Jón Sigurðsson er þjóðernis-
hetja eða staðgengill lundans í hugum landsmanna. Það hlýtur að
teljast ofureðlilegt að Jón höfði t.d. síður til kvenna, hinsegin fólks
og fólks af erlendum uppruna. Umfjöllun um Jón sem þjóðernistákn
hlýtur því jafnframt að snúast um hvernig við skilgreinum þjóðina,
hverjir fái að tilheyra henni og á hvaða forsendum.
Þetta gerir það að verkum að virk flöggun á þjóðernistákninu Jóni
Sigurðssyni í nútímanum verður ankannaleg, úr takti við samfélagið,
enda var hann skapaður fyrir annað og eldra samfélag. vafa laust
mun hið ríkisstyrkta 200 ára afmæli reyna að endurskapa Jón í
spurning sögu48
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage48