Saga - 2011, Side 49
nútímamynd, en á meðan hin ankannalega mynd er enn við lýði
vakna áhugaverðar spurningar um þjóðina, kyngervi og þjóð erni.
Þannig má spyrja hvort samtíminn, þar sem náttúrlegt eðli þjóðar-
innar hefur verið dregið í efa og minnihlutahópar öðlast tilverurétt,
dragi fram það sem Jón hefur alltaf verið: tákn valdastéttar innar í
landinu, hinna hvítu, íslensku, gagnkynhneigðu stjórnmálamanna.
eða varpar ankannaleikinn e.t.v. fyrst og fremst ljósi á það að hug-
myndir um íslensku þjóðina voru byggðar upp í kringum þennan
fámenna hóp valdamanna og að konur, hinsegin fólk, fólk af erlend-
um uppruna og fleiri hafi alltaf átt þar óljósa og óvissa aðild?
Kristín Svava Tómasdóttir, meistaranemi í sagnfræði við Háskóla
Íslands
„Hver var Jón Sigurðsson?“ var spurningin sem við fengum senda í
pósti frá ritstjóra Sögu. Spurningin var sveigjanleg, henni mátti
breyta í til dæmis: „Hvað er Jón Sigurðsson?“ sem var eins gott því
annars hefði ég lítið annað getað gert en að benda á ævisagnafjallið.
Ég veit varla nóg um það hver Jón Sigurðsson var til að geta fyllt
heila blaðsíðu — ég veit hvar og hvenær hann fæddist, að hann hafði
umdeildar skoðanir í fjárkláðamálinu og beitti fyrir sig bókhalds-
brellum í sjálfstæðisbaráttunni, ég man mjög skýrt eftir senu þar sem
Ingibjörg (Margrét Ákadóttir) mataði Jón (egil Ólafsson) á eplabitum
— en ég veit samt alveg hvað Jón Sigurðsson er: hann er sameining-
artákn íslenska þjóðríkisins. Af hverju er hann það? Af því að hann
barðist fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.
Þeirri sjálfstæðisbaráttu er nú lokið. Ég hef séð marga halda því
fram að henni sé ekki lokið, að aldrei megi trassa varðveislu þessa
fjöreggs þjóðarinnar, fullveldisins, því þá steypumst við í glötun að
eilífu amen. (Síðan má bresta út í Eitt verð ég að segja þér áður en ég
dey.) Þetta er auðvitað bara retórík, og það frekar gömul og fúl.
einhvern tímann hlýtur að mega byrja að heyja baráttu fyrir málstað
á Íslandi á forsendum einhvers annars en íslenskrar þjóðernisstefnu.
en nei! Hvort sem það er aðild að eSB, eða nýting auðlinda, eða
greiðsla skulda sem íslenskir menn hafa stofnað til í útlöndum —
alltaf skal Jón Sigurðsson fara að gráta, fjallkonunni vera dröslað í
fullum skrúða um götur Lundúnaborgar, fáninn blakta yfir fall-
vötnunum (og gildir þá einu hvort viðkomandi er andvígur eða
hlynntur því að viðkomandi fallvötn verði virkjuð; hvort tveggja, að
virkja þau eða ekki, getur verið jafn andsnúið heilögum framgangi
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 49
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage49