Saga - 2011, Page 50
íslensku þjóðarinnar). Íslenska þjóðin er ákölluð, ekki sem lifandi
samfélag eða virkt lýðræðisþjóðfélag heldur sem eilíf hugsjón, líf-
ræn eining þar sem skiptar skoðanir eru ekki inni í myndinni. Þeir
sem eru ósammála mér eru landráðamenn. Þeir eru ekki í liði með
Jóni Sigurðssyni. Þetta er stöðnuð retórík en á sinn hátt hættuleg því
hún er svo útbreidd, tengist svo landlægu hugsunarleysi um flókið
innihald þjóðernisins.
Jón Sigurðsson er sakleysislegt sameiningartákn, eiginlega óspenn-
andi. Hann er kallaður forseti en hann var ekki forseti. Það var ekki
af því að hann hefði verið forseti Alþingis, eins og ég hélt þangað til
fyrir mjög stuttu, heldur af því að hann var forseti kaup manna -
hafnardeildar Bókmenntafélagsins. Hann gerði aldrei neitt sem var
hetjulegt í dramatískum skilningi þess orðs, og sem önnur samein-
ingartákn hafa gjarnan gert — staðið keik frammi fyrir byssustingj-
um, verið varpað í fangelsi fyrir hugsjónir sínar — hann steytti ekki
einu sinni hnefa. Hann „barðist hvorki með byssu né sverði heldur
var orðsins brandur og söguleg rök helstu vopn hans“.1 (Það er
kannski ósanngjarnt að lá honum það fyrst Danir voru ekki her -
skárri andstæðingar en þetta.) Ætti hinn almenni Íslendingur að
segja eitthvað um það hvað Jón Sigurðsson gerði til að berjast fyrir
sjálfstæði Íslendinga, held ég að oftast yrði fátt um svör. Það dregur
auðvitað ekkert úr mikilvægi Jóns sem stjórnmálamanns en gerir
hann að frekar óljósu sameiningartákni, enda hefur margoft verið
bent á hversu frjálslega menn úr hinum ýmsu kimum stjórnmálanna
hafa farið með ímynd Jóns í pólitískum áróðurstilgangi — það er
varla til sú pólitíska hugmynd á Íslandi á 20. öld sem Jón hefur ekki
aðhyllst með einum eða öðrum hætti. Meira að segja málum sem
hann hafði í raun og veru skoðun á í lifanda lífi hefur verið kippt út
úr höndunum á honum; til að mynda fullyrti Jóhannes úr kötlum í
aðdraganda Alþingishátíðarinnar 1930 að ef Jón Sigurðsson væri
enn á lífi hefði hann áreiðanlega skipt um skoðun og styddi flutning
Alþingis til Þingvalla fremstur manna.2 Þetta er auðvitað fullkomin
hlutgerving á grey Jóni — var hann ekki manneskja með tilfinning-
ar og þrár? — en svona er að vera þjóð hetja.
Síðasta haust fór ég á málþing um Jón Sigurðsson á Skagaströnd,
forskot á sælu tvöhundruð ára afmælisárs hans 2011. Þar fór fram
spurning sögu50
1 Hallgrímur Sveinsson, „Hver var Jón Sigurðsson?“ Vísindavefurinn 9.7.2003. Sjá
Vef. http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3569 , skoðað í mars 2011.
2 Jóhannes úr kötlum, „Alþingishátíðin 1930“, Iðunn 12 (1928), bls. 200–221.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage50