Saga - 2011, Page 51
óvenju gagnrýnin og skemmtileg umræða um sameiningartáknið,
um Jón sem karl á stalli sögunnar, og þar fór mikill tími í að velta
fyrir sér hvort Jón Sigurðsson ætti framtíðina fyrir sér. Afstaða fyrir -
lesaranna, fjögurra karla úr heimi fræðanna, og meirihluta áheyr-
enda — sem voru af báðum kynjum en úr sama fræðaheimi — get-
ur ekki talist svartsýn heldur hreinlega kæruleysisleg. Fæstir spáðu
honum blómlegri framtíð sem sameinandi afli í íslensku samfélagi
og flestum virtist standa nokk á sama. Nokkrir gestir urðu til að
andmæla þessu (sumir voru úr ríkisskipaðri afmælisnefnd Jóns og
finna því eðlilega ekki hjá sér hvöt til að sópa honum út af borðinu),
en ekki hafði ég á tilfinningunni að milli þessara hópa færu fram
skoðanaskipti sem skiluðu öðru en sömu ólíku skoðunum og í upp-
hafi. Mig grunar líka að það verði örlög þessa afmælisárs að skila
ekki af sér öðru en skeptískri fjarlægð fræðanna, hugsunarlausri
skyldurækni ríkisvaldsins og almennu áhugaleysi annarra. Nokkur
skólabörn skrifa ritgerðir þar sem trúlofunin langa, þjóðfundurinn
og fjárkláðamálið eru tíunduð. Fánum er veifað, þeim íslenska í ann-
arri og vodafone í hinni. kannski verður Jón látinn gráta svolítið
meira ef Icesave-samningurinn verður samþykktur (fyrst hann grét
áður væri kannski viðeigandi að láta hann fremja harakiri í þessu til-
viki, það væri allavega meiri hasar).
Ég minnist þess með samblandi af blygðun og vantrú þegar ég
tók þátt í ritgerðasamkeppni menntaskólanema á heimastjórnaraf-
mælinu 2004 og skrifaði lengstu ritgerð sem ég hafði skrifað, tíu
blaðsíður, um heimastjórnartímabilið og Hannes Hafstein. Mér þótti
það grútleiðinlegt, þrátt fyrir einlægan áhuga á sögu, enda ekki far-
in að nema sérlega gagnrýna sagnfræði og einkum ætlast til sæmi-
lega stílaðrar staðreyndaupptalningar og hyllingar á Hannesi Haf -
stein, en það voru heilar hundrað þúsund krónur í verðlaun fyrir
þrjú efstu sætin. Ég var ein hinna þriggja heppnu og var viðstödd
virðulega verðlaunaafhendingu í Þjóðmenningarhúsinu. Staðsetn -
ingin var viðeigandi, húsið grátlegt dæmi um það hvernig gull falleg
bygging sem áður var full af fræðilegu lífi og hnerrandi sérvitringum
hefur breyst í þunglamalegan útvörð Þjóðmenning arinnar sem eng-
inn kemur inn í nema í skipulögðum hópferðum og á þartilgerðum
tyllidögum. Það var eldri maður sem afhenti verð launin og furðaði
sig við það tækifæri á því hversu fáir menntaskólanemar hefðu tekið
þátt í ritgerðasamkeppninni, en fannst líklegasta ástæðan sú að
hundrað þúsund krónur væru of lág upphæð í augum nútímaskóla -
krakka. Honum til varnar má geta þess að þetta var í miðju góðær-
hver/hvað … var/er jón sigurðsson? 51
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage51