Saga - 2011, Page 54
um, bátasmíðum, kaðlagerð, ullariðnaði, steinefnavinnslu og fleiru
um miðja 18. öld. Af framkvæmdum Innréttinganna urðu ullar-
vefsmiðjur þeirra hvað lífseigastar og störfuðu í ríflega hálfa öld. Ég
skoðaði viðreisnaráætlun stjórnvalda, starfsemi vefsmiðjanna á
Leirá, Bessastöðum og í Reykjavík á árunum 1750–1770 og áhersl-
una sem lögð var á að auka verkþekkingu innan ullariðnaðarins.1
Þaðan hefur leiðin legið til rannsókna á samfélagi 18. aldar með
handiðnað og ullarvöruframleiðslu almennt sem leiðarþráð. Mark -
miðið var að kanna viðhorf og hugmyndir um landshagi á Íslandi
og setja í samhengi við ullarframleiðsluna. Áhersla var lögð á að
skoða ullariðnaðinn á Íslandi bæði með hliðsjón af stöðu Íslands
innan dansk-norska ríkisins og í ljósi frumiðnaðar í evrópu á ár -
nýöld.2 Hér verða helstu niðurstöðum þessara rannsókna gerð skil
en einnig unnið áfram með einstaka þætti sem tengjast hreyfanleika
og stöðugleika samfélagsins á 18. öld.
Átjánda öldin í heild sinni hefur fengið ýmis eftirmæli í sagnrit-
un hérlendis. ef þráðurinn er rakinn frá Magnúsi Stephensen dóm-
stjóra við upphaf 19. aldar til þeirra sagnfræðinga sem skrifuðu um
Innréttingarnar á seinni hluta 20. aldar, má segja að dómurinn yfir
Innréttingunum hafi harðnað með tímanum. Áður varð mönnum
einkum tíðrætt um að árangur þeirra hafi ekki orðið eins mikill og
vænta mátti, en síðar lögðu sagnfræðingar meiri áherslu á að út -
skýra hvers vegna vefsmiðjurnar hafi ekki haft tilætluð áhrif á sam-
félagið til langframa. Samtímamenn eins og Skúli Magnússon land-
fógeti og fleiri báru sig oft illa yfir gengi Innréttinganna og hefðu
hrefna róbertsdóttir54
1 vefsmiðjustarfsemi Innréttinganna á tímabilinu 1750–1770 er gerð skil í bókinni:
Hrefna Róbertsdóttir, Landsins forbetran. Innréttingarnar og verkþekking í ullar-
vefsmiðjum átjándu aldar. Sagnfræðirannsóknir 16 (Reykjavík: Háskóla útgáfan
2001). viðreisnarhugmyndirnar að baki Innréttingunum frá 1751 eru birtar,
ásamt grein, í Landnámi Ingólfs og nánar fjallað um þær í tímaritinu Scandia, sbr.
Hrefna Róbertsdóttir, „Áætlun um allsherjarviðreisn Íslands 1751–52“, Landnám
Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess 5 (1996), bls. 29–88, og „Manufaktur og reform-
politikk. Nye arbeidsmetoder og opplæringstiltak innenfor ullproduksjonen i
1700–tallets Island“, Scandia. Tidskrift for historisk forskning 66:2 (2000), bls.
215–249.
2 Doktorsritgerð um þetta efni kom út 2008: Hrefna Róbertsdóttir, Wool and
Society. Manufacturing Policy, Economic Thought and Local Production in 18th-cent-
ury Iceland. Centrum för Danmarksstudier 21 (Stockholm-Göteborg: Makadam
Publishers 2008) [hér eftir vísað til sem Wool and Society]. Meðan á vinnslu bók-
arinnar stóð voru birtar nokkrar greinar um sértæk viðfangsefni sem tengjast
efni hennar, og verður vísað til þeirra þar sem það á við.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage54