Saga - 2011, Page 56
Þegar ég hóf að rannsaka handiðnað á Íslandi á 18. öld langaði mig
að komast til botns í því hvort allsherjarviðreisn atvinnuveganna, með
stuðningi og þátttöku æðstu embættismanna og eignamanna landsins
og öflugum tilstyrk konungs svo áratugum skipti, hafi í raun verið
eins þýðingarlaus og ætla má af sagnfræðiritum. Jarðyrkjutilraunir,
fiskveiðar, kaðlagerð og ýmis önnur starfsemi, utan brennisteins-
vinnsla og ullarvinnsla, lagðist að mestu af eftir 10–15 ár. vefsmiðjur
Innréttinganna hættu hins vegar starfsemi eftir ríflega hálfrar aldar
starf árið 1803. Hafði tilkoma vefsmiðja og handiðnaðarvinnsla ullar-
vara ekki einhver áhrif á 18. öldinni? er áhrifa af umbreytingaáform-
um yfirvalda ekki að leita annars staðar en í vélvæðingu ullariðnaðar
á 19. öld? Ég bar niður í 18. öldinni sjálfri og skoðaði hvert samspil
þessa framtaks var við landshagi og samfélag þess tíma.
Markmið rannsóknarinnar var því að kanna hagstjórnarstefnu
og hagrænt hugarfar á Íslandi á 18. öld og skoða það í ljósi þróunar
í Danmörku á sama tíma, setja viðhorfin í samhengi við það sem var
að gerast í ullariðnaðinum um það leyti og kanna hvaða áhrif þetta
hafi haft á samfélagið á Íslandi. Spurningarnar sem leitað var svara
við voru þrjár: Í fyrsta lagi hver hafi verið einkenni handiðnaðar-
stefnunnar og ullarvöruframleiðslunnar á Íslandi á 18. öld, í öðru
lagi hver tengsl hagrænnar hugsunar voru við sjálfa framleiðsluna
og að lokum hvaða ljósi handiðnaðurinn gæti varpað á samfélagið
á 18. öld og þær breytingar sem voru að eiga sér stað innan þess.
Gerð var tilraun til að samþætta sjónarhorn hugarfars og hugmynda
um samfélagsbreytingar við ullartækni, framleiðslu og hagþróun.
Fyrri rannsóknir hafa lítið tekið á þessari hlið í sögu handiðnaðar
landsmanna, þótt að sjálfsögðu hafi verið fjallað um fleira en enda-
lok Innréttinganna. Nokkuð hefur verið ritað um hugmyndasögu-
lega hlið viðreisnarhugmyndanna og hvernig þær tengdust atvinnu-
uppbyggingu og stjórnsýslu. Greining hugmynda samtímamanna
eftir því hvort þeir lögðu áherslu á framfarir eða töldust íhaldsmenn
í samfélagslegum skilningi er umræða þar sem sýnt er fram á stétta-
skiptingu og sundurgreiningu í viðhorfum innanlands. Að lokum
hefur nokkuð verið fjallað um tæknina við ullarframleiðslu auk
rekstrar sögu Innréttinganna.7
hrefna róbertsdóttir56
Óskarsson (2002), Áslaug Sverrisdóttir (2004) og fleiri. Sjá einnig Wool and
Society, bls. 59 og kaflann „Manufacturing and State Policy“, bls. 56–62, þar sem
fjallað er um sagnritun á þessu sviði í íslensku og dönsku samhengi.
7 Wool and Society, bls. 55–70 (kafli 2.2. economic Policy and Manufacturing in
Danish and Icelandic Historiography).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage56