Saga - 2011, Page 57
ein meginniðurstaða rannsóknar minnar er sú að þær nýjungar í
ullariðnaði sem verið var að taka upp á Íslandi frá og með miðri 18.
öld miðuðu að því að efla sveitasamfélagið á þeim grunni sem það
þegar byggðist á.8 Það átti að styrkja sveitasamfélagið á forsendum
þess sjálfs, handiðnaðurinn átti að ríma við það á sambærilegan hátt
og fiskveiðarnar höfðu gert um aldir. Þótt handiðnaður ætti að
breyta mörgu í handverki, verklagi, vinnslu, afköstum og tækni, var
grunnhugmyndin sú að handverksnýjungarnar myndu aðlagast
vinnuskipulagi sveitasamfélagsins og efla það innan frá. Hand -
iðnaðurinn var álitinn hafa hagrænar, félagslegar og siðferðilegar
hliðar sem gagnast myndu samfélaginu og erfitt er að líta framhjá ef
meta á áhrifin sem vinnslan átti að hafa. Athugun á útflutningi ull-
arvara frá heimilum á stórum verslunarsvæðum á Suðvesturlandi og
Norðausturlandi sýndi að á sama tíma og yfirvöld unnu að inn-
leiðingu handverksvinnslu breyttist framleiðslumynstur þessara
svæða og sérhæfing jókst, bæði hvað varðar vefnað, spuna og prjóna-
skap. Stuðningur stjórnvalda í kaupmannahöfn við innleið ingu
handiðnaðar á Íslandi var hluti af hagstjórnarstefnu ríkisins í heild.
Þegar leið á 18. öld var meira gert til að öll svæði ríkisins tækju þátt í
eflingu þess með því að auka framleiðslu sína og af köst.9
Þetta merkir að árangurs af tilraunum til breytinga á landshög-
um á 18. öld er fremur að leita annars staðar en í vélvæðingu 19. ald-
ar. Hann er að finna í eflingu sveitasamfélagsins á 18. öld og í ýmiss
konar hreyfanleika sem fallið hefur í skuggann af stærri breytingum
19. aldar. Þessi niðurstaða er önnur en áður hefur verið haldið fram
um áhrif, áhrifaleysi eða jafnvel skaðsemi ullarvefsmiðja Innrétting -
anna.
Sögusvið og sjónarhólar
vettvangur rannsóknarinnar er Ísland á 18. öld. Fræðileg nálgun
tekur mið af þessu samhengi, stöðu Íslands sem hluta af stærri ríkis -
samfélag átjándu aldar 57
8 Í grein sem þessari er ekki mögulegt að gera grein fyrir öllum niðurstöðum
rannsóknarinnar. Hér verður fyrst og fremst litið til þess efnis sem snýr að sam-
spili hugarfars og framleiðslu, en í doktorsritgerðinni voru sérstakar athuganir
gerðar á hvorum þætti um sig, ýmist í innlendu samhengi eða með samanburði
við danskar aðstæður. verður vísað til nánari umfjöllunar, dæma og tölulegra
upplýsinga í einstökum köflum hennar þar sem við á.
9 Heildarniðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Wool and Society, bls. 361–380
(8. Political Manufacturing — Conclusions).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage57