Saga - 2011, Page 65
verður nú stiklað á stóru í meginniðurstöðum rannsóknarinnar.
vikið verður að einkennum hagrænnar hugsunar í Danmörku og á
Íslandi og hvernig samspil hennar var við handiðnaðarframleiðslu
á Íslandi. Að lokum verður rýnt í hið stærra samhengi og Ísland
skoðað í ljósi stöðu þess innan konungsríkisins.
Hugarfar — stöðugleiki og þensla
Hugmyndir um breytingar, úrbætur og viðreisn heyrðust margar á
18. öldinni. Íslenskir ráðamenn voru í flestu fylgjandi þeim viðhorf-
um sem bárust frá Danmörku. Jón Ólafsson úr Grunnavík ræddi um
„utlendske glöggleikenn“ í Hagþenki árið 1737, orðræðuna sem
frammámenn væru óbeðnir farnir að taka upp hjá sér að erlendri
fyrirmynd. Þar á meðal væru hugmyndir um að sá og plægja akra,
taka upp handverk, smápeninga og hafnartolla, stofna þorp og bæi,
auk þess að ræða um kaupmennsku, „Politiam, vinnufólk og
Letjngia“ og nauðsyn þess að koma betri reglu á yfirvaldið.27 Jón
Ólafsson skar sig úr meðal innlendra og erlendra manna sem
fjölluðu um viðreisn Íslands á 18. öld, taldi ekkert af þessu gagnlegt
fyrir Ísland.28 Flestir fylgdu þó þessum hugmyndum. ekki er því
hægt að skoða viðhorf til viðreisnar á Íslandi án þess að líta til þess
hvernig umræðan var í Danmörku og úr hvaða samhengi hinar
hagrænu hugmyndir spruttu. Rannsóknarefnið var ekki að skoða
hugmyndastefnur eða áhrif einstakra hugmyndafræðinga á sam-
félagsumræðu, heldur að kanna hugarfarið og í hvaða samhengi
hugmyndir um handiðnað voru ræddar.29 viðhorf og orðræða
aldar innar hefur hér verið greind út frá því hvernig litið var á
samfélag átjándu aldar 65
27 Jón Ólafsson úr Grunnavík, Hagþenkir. JS 83 fol. Útg. Þórunn Sigurðardóttir
(Reykjavík: Góðvinir Grunnavíkur-Jóns 1996), bls. 65, 73–74. Bein vísun af bls.
74.
28 Jón Ólafsson úr Grunnavík taldi engan á Íslandi geta komist hjá því að vera
bóndi, ekki einu sinni embættismenn. Um sérstöðu Jóns miðað við aðra Íslend-
inga sem skrifuðu um landshagi sjá Wool and Society, bls. 197–202.
29 Margar þessara viðreisnarhugmynda hafa áður verið tengdar við merkantil-
ista eða fysiokrata, hugmyndir sem áttu uppruna sinn í englandi og
Frakklandi. Misjafnt er þó milli íslenskra og danskra sagnfræðinga hvaða ein-
kenni hafa verið álitin tengjast hvorri stefnu um sig. Auk þess hefur umræða
sagnfræðinga breyst í tímans rás, t.d. um þýðingu þess að nota hugtakið merk -
antílisma sem hugmyndastefnu. Sjá Wool and Society, bls. 56–62 (undirkafli í
2.2: Manufacturing and State Policy).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage65