Saga - 2011, Page 66
handiðnað og landshagi í samfélagslegu ljósi, innihaldi þeirra hug-
mynda sem varpað var fram og innbyrðis samhengi þeirra.30
viðhorf til handiðnaðar í Danmörku
Í rannsókninni voru skoðaðir hagrænir textar um viðhorf til hand -
iðnaðar í danska ríkinu og hlutverks hans í samfélaginu. Byggt var á
tímaritum sem náðu til alls ríkisins, en í þeim var þó meira fjallað
um Danmörku en Noreg og lítið um önnur svæði nema óbeint. Þar
má greina ákveðnar landfræðilegar áherslur, viðhorf til lagskipting-
ar hagkerfisins sem og til hlutverks vinnuaflsins.31
Fyrst er til að nefna mjög ákveðna sýn á hlutverk handiðnaðar í
að efla landshagi og samfélagið allt. Með eflingu handiðnaðar átti að
nýta náttúruauðlindir betur en áður hafði verið gert, en auk þess áttu
íbúarnir að nýta sinn tíma sífellt betur og framleiða meira. eftir miðja
18. öld er greinilegt að þessi stefna átti að ná til alls ríkisins, ekki
aðeins til Danmerkur sjálfrar. Hin fjarlægari svæði áttu að taka þátt í
eflingu ríkisins með því að eflast sjálf. Aukinn handiðnaður og verð -
mætasköpun var ein leiðin að því marki. Með því að fjölga vinnandi
höndum og einbeita sér að ónýttum vinnutíma, bæði í sveitum og
þéttbýli, mætti skapa þenslu sem kæmi öllum að gagni og gerði
hvert svæði sjálfbærara í eigin framleiðslu.32 Handiðn aðarfram -
leiðsla nauðsynjavara til eigin nota (innan svæðis/lands) var talin
þjóna hagsmunum heildarinnar best en innflutningur ónauðsynlegra
vara erlendis frá vera til óþurftar að sama skapi.33 Því skipti miklu
máli hvers konar handiðnað var ákveðið að starfrækja.
Í fræðilegum skrifum um fall Innréttinganna hefur löngum verið
lögð rík áhersla á hið hagræna sjónarhorn, hvort árangur af starfi
Innréttinganna megi sjá í framleiðsluaukningu og áframhaldandi
verksmiðjuvinnslu. Svipað er uppi á teningnum í danskri sagnfræði
hrefna róbertsdóttir66
30 Sjá nánar um hvernig greining samtímatextanna er hugsuð í Wool and Society,
bls. 20–22, 71–73, 81–83 og 183–184. Listi yfir efnið er á bls. 389–393.
31 Samantekt niðurstaðna um greiningu á hinni dönsku umræðu er í Wool and
Society, bls. 127–128 (3.5. Manufacturing within the Old Society – Summary).
32 Wool and Society, bls. 83–90 (undirkafli í 3.1: Administrative and economic
Boundaries), bls. 90–93 (undirkafli í 3.1: Self-sufficiency and Balance of Trade)
og 122–123 (undirkafli í 3.4: Manufacturing and the expansion of economic
Management).
33 Sjá t.d. dæmi úr Danmarks og Norges Oekonomiske Magazin 1757 og 1764. vísað
er til þeirra í Wool and Society, bls. 91–93.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage66