Saga - 2011, Page 67
frá 20. öldinni og niðurstaðan oftar en ekki sú að framkvæmdirnar
hafi ekki heppnast sem skyldi.34 Athugun á þeim textum sem liggja
til grundvallar þessari rannsókn leiðir hins vegar í ljós að hagræn,
félagsleg og siðferðileg markmið með handiðnaðarvinnslu í Dan -
mörku voru svo samofin að varla er hægt að greina þau að og það
hefur áhrif á hvernig árangur er metinn. Handiðnaðurinn átti að
bæta viðskiptajöfnuð og beinlínis verða til að auka afköst sam-
félagsins. en ekki síður átti að koma fleirum í vinnu með því að efla
störf á þessu sviði, hvort heldur það var í sveitum, vefsmiðjum eða
tukthúsum. Síðast en ekki síst var lögð áhersla á siðferðilegt gildi
vinnunnar — iðni og agi myndi eflast, öllu samfélaginu til góðs.35
ef það yrði t.d. of auðvelt að vinna sér inn fyrir matvælum í sveit-
um gæti orðið erfitt að fá fólk til að vinna fyrir bændur og það
myndi draga úr iðjusemi fólks. Það gæti leitt til þess að fólk ynni
fyrir sér á eigin vegum eða leiddist jafnvel út í drykkjuskap. ein
lausn væri að halda matvælaverði uppi. Iðjuleysið var talið skað -
legra fyrir fátækari stéttirnar en hinar ríkari. Sama ætti við um
þjóðir, fátækari þjóðir væru viðkvæmari fyrir iðjuleysi en þau ríki
sem væru betur stödd.36 ef færri væru verklausir drægi úr lausa-
gangi og hagur landsins og viðskiptajöfnuður nyti góðs af. Þannig
styddi handiðnaðurinn við fjölbreytt markmið.
Mikil áhersla yfirvalda í Danmörku á að efla handiðnað hefur í
sumum tilvikum leitt til þess að sagnfræðingar hafa litið svo á að
samtímamenn hafi tekið handiðnaðinn fram yfir aðrar atvinnu-
greinar. Greining á hinni hagrænu umræðu sýnir aftur á móti að
mikill samhljómur var hjá samtímamönnum um að landbúnaðurinn
væri sá grundvöllur sem allt byggðist á. Handiðnaður og verslun
kæmu í öðru og þriðja sæti á eftir frumframleiðslunni, sem ævinlega
væri mikilvægust. Handiðnaðurinn ynni úr afurðum sveitanna, m.a.
samfélag átjándu aldar 67
34 Sjá nánar í Wool and Society, bls. 57–58. Sjá einnig umfjöllun um þessa sýn í
danskri sagnfræði í Marianne Rostgaard, „Book Reviews: Wool and Society“,
Technology and Culture 51:1 (2010), bls. 245.
35 Wool and Society, bls. 114–118 (undirkafli í 3.3: Balance and Relative Use -
fulness), bls. 119–121 (undirkafli í 3.3: Industriousness and Order) og bls.
123–124 (undirkafli í 3.4: economic, Social and Moral Aspects of Manu -
facturing). erik Oxenbøll hefur áður bent á mikilvægi þess að líta til atvinnu-
sköpunarinnar sem varð með elfingu handiðnaðar og Ole Feldbæk hefur vikið
að hinni siðferðilegu hlið.
36 Nokkur dæmi um þetta eru t.d. úr Danmarks og Norges Oekonomiske Magazin
1763. Sjá Wool and Society, bls. 119–120.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage67