Saga - 2011, Page 69
leiðslu þurfti sérleyfi til að þrífast, t.d. vefsmiðjur í kaupstöðum.
Leyfin voru undanþága frá vinnulöggjöf sveitasamfélagsins og
staðfesta enn frekar stöðu handiðnaðarins sem annars flokks iðju.39
kniplinga-„fabriqven“ og önnur framleiðsla á Jótlandi og í hertoga-
dæmunum eru ágæt dæmi um þessa sýn. Þar var um heimilisfram-
leiðslu að ræða og sá handiðnaður var tekinn sem dæmi um vel
heppnaðan handiðnað til sveita sem skilaði miklu, enda þurfti ekki
sérleyfi til starfseminnar.40 Í kaupstöðunum var talið mikilvægt að
vinna t.d. fremur úr ull en að brugga öl og sú starfsemi þurfti á sér-
leyfum að halda. vinna bæri að framleiðslu sem væri jákvæð fyrir
heildarhagsmuni landsins. Það var þó af mörgum talið ákveðið
vandamál að sérleyfin dygðu sérleyfishöfum í kaupstöðum oft ekki
nægilega vel til að þeir gætu þrifist. Sumir töldu auk þess að
vefnaðarsérleyfi í kaupstöðum hindruðu fátæka í sveitum í að sjá
fyrir sér.41 Í þessu ljósi er gagnlegt að rýna í umræðuna um hand -
iðnað á Íslandi og hvaða samhengi hugmynda var þar um að ræða.
Landshagir á Íslandi — lagskipting og jafnvægi
viðreisnarhugmyndir um íslenskt samfélag komu víða fram í ritum
á 17. og 18. öld. Í mörgum tilvikum voru það erlendir menn sem
þær rituðu. Sumir þeirra höfðu haft eitthvað af Íslandi að segja í
tengslum við verslun eða siglingar eða höfðu gegnt embætti á veg-
um konungs.42 Mikilvægt er að setja viðhorf til viðreisnar á Íslandi í
samhengi við það sem lesa má út úr samtímaumræðu um hagræna
hugsun í danska ríkinu almennt. Fyrst og fremst verður litið til þess
samfélag átjándu aldar 69
39 Wool and Society, bls. 100–107 (undirkafli í 3.2: Different Facets of Manu -
facturing) og bls. 125–127 (undirkafli í 3.4: Production in Town and Country).
40 Nokkur dæmi um umæli af þessu tagi má t.d. finna í Danmarks og Norges
Oekonomiske Magazin 1759 og 1760 og í Det Kongelige Danske Landhuus holdnings-
Selskabs Skrifter 1776 og 1794. Sjá Wool and Society, bls. 104–105.
41 Mörg dæmi eru um þessa umræðu í tímaritunum, t.d. í Danmarks og Norges
Oekonomiske Magazin 1763 og 1764. Sjá Wool and Society, bls. 110–111.
42 yfirlit yfir elstu viðreisnarhugmyndir um Ísland má fá í Þorvaldur Thorodd -
sen, Landfræðissaga Íslands. Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun og rann-
sóknir, fyrr og síðar II (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag 1898),
bls. 223–251; Gunnar F. Guðmundsson, „Inngangur“, Jarðabréf frá 16. og 17. öld.
Útdrættir. Útg. Gunnar F. Guðmundsson (kaupmannahöfn: Hið íslenska
fræða félag í kaupmannahöfn 1993), bls. xv–xxxiv og Hrefna Róbertsdóttir,
„Áætlun um allsherjarviðreisn Íslands 1751–52“, bls. 37–50.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage69