Saga - 2011, Page 75
hún öðlaðist ekki gildi. Í henni voru gerðar tillögur um breytingar
sem áttu að taka til tengsla vinnuhjúa, leiguliða og bænda, en þær
áttu ekki upp á pallborðið hjá innlendum embættismönnum. ekki
var þó hróflað við vistarbandinu, enda hvíldi þunginn af fram-
leiðslu landsins á vinnuhjúum og varla fyrr en á 19. öld sem losna
tók um þá skipan mála. Lausamennska var bönnuð árið 1783 og
lausamönnum gert að taka annaðhvort upp búskap eða ráða sig í
ársvistir. Með kaupstaðartilskipuninni og afnámi einokunar 1786
urðu breytingar fyrir handverksmenn, en þá fengu þeir réttindi til
að setjast að í kaupstöðum.53
vinnuhjú í sveitum voru mikilvægasti hópurinn fyrir framleiðslu
landsins. Öllu máli skipti að allir landsmenn væru að vinna og sýnir
hin hagræna umræða vel hversu siðferðileg, félagsleg og hagræn
rök voru samtengd. Mikið var skrifað um lausamenn og flakkara,
bæði í dönsku og íslensku samhengi, þó svo að þeir væru fámenn-
ur hópur og skiptu frekar litlu máli varðandi þá framleiðsluaukn-
ingu sem stefnt var að. Þarna eru hinar félagslegu og siðferðilegu
hliðar greinilegar og sú athygli sem lausamenn fengu verður skilj-
anlegri í ljósi þeirra. Nokkrar ástæður voru færðar fram í tilskipun-
inni árið 1783 sem rökstuðningur fyrir lausamennskubanninu.
Lausamenn voru taldir valda landinu skaða með því að vilja ekki
fara í ársvistir heldur fremur vinna tímabundið fyrir bændur. Þeir
voru sagðir flakka um landið með landprangi og ólöglegri kúgilda-
leigu, hindra fólksfjölgun með því að búa einir og enda sem byrði á
sveitinni.54
Sagnfræðingar hafa einnig sett fram aðrar skýringar á lausa-
mennskubanninu. Gísli Gunnarsson hefur nefnt að lausamenn hafi
verið taldir ógna ríkjandi samfélagsskipan milli húsbænda og hjúa
og því taldir óæskilegir. Hann hefur einnig vakið máls á þeirri
skýringu að ráðamenn á Íslandi hafi fengið yfirvöld í Danmörku til
að aðstoða sig við að vinna gegn flakki með því að setja lausa-
mennskubannið. Þar með hafi þeir hindrað óæskilegar afleiðingar
stórtækrar konungsútgerðar á skútum á Íslandi, sem konungur
samfélag átjándu aldar 75
53 Wool and Society, bls. 157–169 (undirkafli í 4.2: Farmhands, Boarders and
vagrants) og bls. 169–174 (undirkafli í 4.2: Artisans, Privileges and the Manu -
facturing Stratum).
54 Lovsamling for Island Iv. 1773–1783. Útg. Oddgeir Stephensen og Jón Sigurðsson
(kaupmannahöfn: Universitets-Boghandler Andr. Fred. Höst 1854), bls. 683
(Forordning ang. Lösemænd paa Island. Christiansborg 19/2 1783).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage75