Saga - 2011, Side 77
mennirnir. Markmiðið var að koma böndum á flakkarana og gera þá
að vinnuhjúum. Lausamennina átti hins vegar að gera að bændum,
en ef það gengi ekki átti að senda þá í ársvistir. Aðrir möguleikar,
nefndir í tilskipuninni 1783, tóku til búðsetumanna og handverks-
manna.58 Þrátt fyrir lausamennskubannið ætti handverksmönnum
sem væru í landinu og ynnu með járn, kopar og tré, auk ullar-
spinnara, vefara og annarra, að vera heimilt að starfa fyrir bændur
á daglaunum eða vikulaunum ef þeir hefðu vottorð sýslumanns
upp á vasann.59 Með því að tengja þetta ákvæði við þróun sérhæfðs
handverks komst ég að þeirri niðurstöðu að enda þótt almennt hafi
verið reynt að koma því fólki í ársvistir eða búskap sem áður hafði
verið sjálfs sín herrar, hafi þeim sem unnu að handverki verið leyft
að vinna í tímabundnum störfum fyrir bændur. Löggjöfin hafi
þannig gefið mönnum færi á að ástunda handverk utan vistarbands
án gjalds, enda markmið yfirvalda að styrkja handverk og
handiðnað í landinu. Hugsanlegt væri því að einhverjir lausamenn
hafi gerst handverksmenn.
Helgi Þorláksson hefur bent á veikleika í þessari röksemda-
færslu, nefnilega þann að ekki hafi verið bent á heimildir fyrir því
að fyrrverandi lausamenn hafi snúið sér að handverki þrátt fyrir
þetta ákvæði; einungis sé talað um stöðu eða réttindi handverks-
manna í tilskipuninni en ekki sagt berum orðum að lausamenn geti
orðið handverksmenn.60 Þetta er vissulega rétt, því greinar nr. 8 og
nr. 9 í lausamennskutilskipuninni 1783 fjalla um að búðsetumönn-
um og handverksmönnum leyfist að vinna fyrir daglaun eða viku-
laun hjá bændum. Þröng túlkun þessara ákvæða segir því að hand-
verksmenn, búðsetu- og hjáleigumenn verði ekki ólöglegir með
lausamennskubanninu, enda hafi þeir tilskilin vottorð sýslumanna
til sinna starfa. Aðrir sem neituðu að taka upp búskap eða fara í
vinnumennsku, voru dæmdir til betrunarvistar í Tukthúsinu.
samfélag átjándu aldar 77
58 Lovsamling for Island Iv, bls. 683–686 (Forordning ang. Lösemænd paa Island.
Christiansborg 19/2 1783).
59 Lovsamling for Island Iv, bls. 685 (Forordning ang. Lösemænd paa Island.
Christiansborg 19/2 1783, grein nr. 9). Ákvæðið hljóðar svo: „Ligeledes skal
det og være de paa Landet sig opholdende haandværkere, saasom de der
arbeide i Jarn, kobber, Træ, item Uldspindere, vævere og Andre, tilladt at
arbeide for Bonden for Dag- og Ugelön, naar de herom ere forsynede med
Sysselmandens Attest.“
60 Helgi Þorláksson, „kameralisme, ull og fisk“, Historisk tidskrift [svensk] 1
(2010), bls. 69–70.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage77