Saga - 2011, Side 78
Til að kanna þetta nánar var gerð athugun á skjalasafni sýslu-
manns í Gullbringu- og kjósarsýslu. Markmiðið var að leita uppi
möguleg lausamennskuleyfi eða önnur vottorð fyrir handverks-
menn eða búðsetumenn. Gullbringusýsla varð fyrir valinu þar sem
lausamenn voru löngum taldir hafa verið fjölmennir á því lands-
horni61 og vegna þess að sérhæfðir vefarar voru langflestir á því
svæði á seinni hluta 18. aldar.62 Þó finna megi ýmis bréf í bréfasafni
sýslumanns í Gullbringu- og kjósarsýslu frá árunum 1767–1793 sem
varpa ljósi á stöðu lausamanna á þessu tímabili, er skemmst frá því
að segja að engin leyfisbréf eru þar varðveitt, engar umsóknir um
slík leyfi né vísbendingar um útsend bréf þar sem slíkt kæmi fram.63
Á þessu kann þó að vera skýring. Dreifibréf Levetzows stiftamt-
manns frá 1786 og 1787 til allra sýslumanna bera með sér áhyggjur af
því að lausamenn og flakkarar leggi ekki sitt af mörkum til sam-
félagsins og hafi slæm áhrif á aðra með launakröfum sínum og
lifnaðarháttum. Levetzow mælti fyrir um að sýslumenn afrituðu
lausamennskutilskipunina og kæmu til allra hreppstjóra, því þeir
væru ekki nægilega meðvitaðir um lausamennskubannið. einnig
ættu sýslumenn og hreppstjórar að fræðast um tilskipanir um vega-
bréfsskyldu frá 11. apríl 1781 og 10. mars 1784 og áðurnefnda sam -
þykkt fyrir Tukthúsið frá 3. mars 1784.64 Í tilskipununum 1781 og
1784 var fjallað um nauðsyn þess að eingöngu sýslumenn gæfu út
vegabréf, í stað hreppstjóra áður. Stiftamtmaður lagði mikla áherslu
hrefna róbertsdóttir78
61 yfirlit yfir skiptingu fólks í hópa, sjá t.d. Hagskinna, bls. 137 (Tafla 2.15.
Mannfjöldi eftir heimilisstöðu og tegund býla árið 1703), eggert Ólafsson,
Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin
1752–1757 II, 3. útg. (Reykjavík: Örn og Örlygur 1981), bls. 222, og Gísli
Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland, bls. 33.
62 Wool and Society, bls. 335. (Mynd nr. 19: Artisans in wool-working in Iceland,
born in the 18th century). Samkvæmt kortinu fundust heimildir fyrir 43 hand-
verksmönnum í Gullbringusýslu, en þeir voru 54 í 13 öðrum sýslum og eng-
inn slíkur í fimm sýslum.
63 ÞÍ. Sýsl. Gull-kjós. II b. Innkomin bréf 1767–1803 og Gull-kjós. III.1. Bréfabók
1791–1800. Alls eru varðveitt ríflega 300 innkomin bréf til sýslumanns á þessu
aldarfjórðungstímabili, til 1793, 15 ár fyrir bannið og 10 ár eftir bannið, og voru
þau öll skoðuð.
64 Lovsamling for Island Iv, bls. 582–585 (Reskript til Stiftbefalingsmand Thodal,
ang. visse Sagers Afgjörelse uden Appel. Christiansborg 11/4 1781); bls. 14–29
(Fundats for Tugthuset paa Island, Christiansborg 3/3 1784, sérstaklega 1. og
2. kafli); bls. 29–31 (Reskript til Stiftamtmand Thodal, ang. Udstedelse af Passer
til Betlere, m.v. Christiansborg 10/3 1784).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage78