Saga - 2011, Page 79
á að allir lausamenn og flakkarar sem ekki væru í ársvistum réðu sig
í slíkar hið fyrsta. Að öðrum kosti skyldu þeir dæmast til tukthúss-
vistar, þ.e. þeir sem ekki sæju fyrir sér á löglegan hátt án þess að
vera versluninni eða sveitarsjóðnum til byrði.65 Annað umkvörtun-
arefni stiftamtmanns var að ekki væru gefin út fullnægjandi vega-
bréf og oft vantaði þau yfirhöfuð, m.a.s. fyrir verðandi tukthúslimi á
ferð yfir landið. Lærlingar sem færu til Danmerkur í spuna- og
vefnaðarnám þyrftu hins vegar ekki vegabréf þar sem þeir væru
sendir af yfirvöldum.66 Í ljósi þessa er þess kannski ekki að vænta
að finna megi varðveitt lausamennskuleyfi í skjalasöfnum.
Ári síðar, 1787, fengu sýslumenn enn bréf, þar sem stiftamt -
maður lýsti áhyggjum sínum vegna skorts á eftirliti með lausa-
mönnum. Þar fjallaði hann um svokallaða hálfa lausamenn, sem
væru í vistum hálft árið og ynnu fyrir hátt kaup hinn hluta ársins og
fengju jafnvel hálfan hlut hjá bændum af róðrum sínum. Þetta gæti
orðið til mikils skaða fyrir bændur og landbúnað á tímum mann -
fæðar. Óskaði hann eftir skýrslum frá öllu landinu hið fyrsta.67
Áhugavert er að sjá hér mannfjöldarökin, og ríma þau mjög vel við
þá umræðu sem var í tímaritum í Danmörku og í hagrænni umræðu
á Íslandi.68 Í bréfunum var hvorki nefnt handverk, búðseta, land-
prang né vinna í hinum nýstofuðu kaupstöðum í tengslum við
lausamennina. engar heimildir eru heldur tiltækar fyrir því hvort
einhverjir lausamenn hafi snúið sér að handverki eftir 1783; að lík-
indum hefur svo ekki verið.
samfélag átjándu aldar 79
65 ÞÍ. Sýsl. Gull-kjós. II a. Innkomin bréf 1767–1803. Bréf Levetzow stiftamt-
manns, 10/1 1786. Segir svo í bréfinu: „De der imod som ikke tage fast
Tieniste, og ikke paa andre lovlig maade ernære sig, Handel og Sveit ufor-
trængt, bör efter anordningen Dömmes i Tugthuset.“
66 ekki mætti orða vegabréfin almennt þannig að viðkomandi væri á „leið suður“
eða „að sjó“, heldur þyrfti að koma fram nákvæmlega hvert menn væru að
fara, af hverju og hvort þeir væru bændur, vinnuhjú, lausamenn eða flakkar-
ar. ÞÍ. Sýsl. Gull-kjós. II a. Innkomin bréf 1767–1803. Bréf Levetzow stiftamt-
manns, 10/8 1786, og bréf Ólafs Stephensens stiftamtmanns, 8/4 1793.
67 ÞÍ. Sýsl. Gull-kjós. II a. Innkomin bréf 1767–1803. Bréf Levetzow stiftamt-
manns, 10/12 1787. Í bréfinu segir: „i nærværende Folkemangels Tiider /…/
for Bonde og Landbrug have de skadeligste Fölger om det ikke i Födselen blev
qvælet …“.
68 Sjá t.d. Wool and Society, bls. 114–119 (undirkafli í 3.3: Balance and Relative
Usefulness), bls. 119–121 (undirkafli í 3.3: Industriousness and Order) og bls.
185–190 (undirkafli í 5.1: Securing Working Hands).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage79