Saga - 2011, Side 81
Svæðisbundin framleiðsla
Hagsvæði fóru að mótast eftir að yfirvöld hófu tilraunir til að hafa
áhrif á landshagi með beinum aðgerðum.70 Hagstjórnarstefnan
gagnvart mismunandi landshlutum var misjöfn, og úrtaksrann-
sóknir á útflutningi mismunandi ullarvara á Norðausturlandi og
Suðvesturlandi sýna að framleiðslan tók nokkrum breytingum á
aldarfjórðungnum sem leið frá konungsversluninni fyrri, um 1760,
og til konungsverslunarinnar síðari, á níunda áratug 18. aldar.
Útflutningur á prjónlesi, garni, vefnaði og ull var skoðaður á þess-
um svæðum, þar sem um 8000 manns bjuggu. Útflutningsfram-
leiðsla um 17% landsmanna var því könnuð.71
Skipting hafna landsins í fiskihafnir og sláturhafnir er vel þekkt.
Rannsóknin á handiðnaðinum styrkir enn frekar myndina af sterk-
um svæðisbundnum einkennum í framleiðslumynstri, sem jókst á
þessu tímabili. kaupvinnsla og forlagsvinnsla voru vel útfærðar í
tengslum við bæði verslunarfélögin og hlutafélag Innréttinganna og
höfðu áhrif langt út fyrir þeirra eigin verkstæði og verslunarhús.
Þau svæði sem næst lágu starfssvæðum þessara aðila voru í sterk-
ustum fram leiðslu tengslum við þau. Heimildir um útflutning ullar-
vara frá konungs versluninni fyrri (1759–1763) og konungs versl -
uninni síðari (1774–1787) benda til þess að þó nokkur svæðisbundin
sérhæfing hafi átt sér stað á síðari helmingi aldarinnar. Áhrifavaldar
voru bæði Innréttingarnar og verslunarfélögin, sérstaklega eftir að
veturseta kaupmanna fór að tíðkast.72 Af athugun hjá Hólms -
kaupmanni má sjá að nokkur hópur vann í daglaunavinnu hjá hon-
um á tímum konungsverslunarinnar fyrri.73 Breytingarnar fólust
samfélag átjándu aldar 81
70 Wool and Society, bls. 174–176 (undirkafli í 4.3: Increased Management).
71 Helstu niðurstöður úr svæðisbundnum athugunum á Suðvesturlandi og
Norðausturlandi eru í Wool and Society, bls. 280–281 (6.4. export and Rural
Domestic Industry – Summary) og bls. 356–357 (7.4. Central Manufacturing,
Rural Manors and Coastal knitting – Summary).
72 veturseta var fyrst á vegum Hólmskaupmanns frá 1759. Síðan bættust fleiri
hafnir við og frá 1777 var veturseta skylda. Sjá t.d. Gísli Gunnarsson, Upp er
boðið Ísaland, bls. 38–42 og 187–191.
73 Hrefna Róbertsdóttir, „krambúðir og kaupstaðaferðir. Heimildir um atvinnu
og verslun á 18. öld“, Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur
sagnfræðingi. Ritstj. Anna Agnarsdóttir, erla Hulda Halldórsdóttir, Hallgerður
Gísladóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Sigríður Matthíasdóttir og Sigríður k.
Þorgrímsdóttir (Reykjavík: kvennasögusafn Íslands 2001), bls. 194–199.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage81