Saga - 2011, Síða 84
til að efla spunann.78 eyrarbakkakaupmaður skipulagði einnig ullar -
vinnslu með því að kaupa upp ull hjá bændum og fá íbúa á Stokks -
eyri til að prjóna úr henni.79 Forlagsvinnsla og kaupvinnsla voru
mjög útbreidd framleiðsluform í evrópu á árnýöld og mögulegt að
skoða frumiðnað af þessu tagi mun nánar, bæði í íslensku og er -
lendu samhengi.80
Það var nýjung að skipuleg framleiðsla væri hafin á spunnum
hör og strýi, en það hráefni var flutt inn af kaupmönnum og stýrðu
þeir framleiðslunni. Breyting frá prjóni yfir í spuna tókst á ákveðn um
svæðum, sérstaklega til sveita. Á sama tíma jókst prjónaskapur við
sjávarsíðuna ásamt sokka- og vettlingaútflutningi. Prjónaskapur
efldist því á sama tíma og tilskipanir yfirvalda beindust að því að
almenningur tæki upp spuna og vefnað með nýjum hætti. Hér sjást
áhrif þeirrar hugsunar að meta framleiðsluna eftir hlutfallslegum
ávinningi hennar. Prjónles, sem lægra verð fékkst fyrir í versluninni
en garn spunnið til vefsmiðjunota, var betra en engin framleiðsla á
þeim svæðum þar sem henni varð við komið, eins og við sjávar -
síðuna. Útflutningstölur renna stoðum undir þá röksemdafærslu
sem embættismenn báru á borð í tímaritum þegar rætt var hvernig
æskilegast væri að haga ullarframleiðslunni. Ullarútflutningur og
vaðmálsútflutningur má segja að hafi lagst af á þessu tímabili.81
Þrátt fyrir nokkrar breytingar á framleiðsluvörum, sem urðu í
kjölfar þess að handiðnaður jókst að erlendri fyrirmynd, virðast þær
ekki hafa haft grundvallaráhrif á samfélagsgerðina. Hinn nýi hand -
iðnaður var aðlagaður reglum sveitasamfélagsins með aðstoð for-
lagsvinnslu og kaupvinnslu, eins og gert var í Danmörku. Þetta á
við sjálfa framleiðsluna og framkvæmd hennar. Reynt var að laga
hrefna róbertsdóttir84
78 Jón eiríksson, „Forspjall“: Ólafur Olavius, Ferðabók. Landshagir í norðvestur-,
norður- og norðaustursýslum Íslands 1775–1777 I. Þýð. Steindór Steindórsson frá
Hlöðum (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1964), bls. 78–79.
79 Hrefna Róbertsdóttir, „Hagsvæði, sérhæfing og svæðisbundin þróun á 17. og
18. öld“, 2. íslenska söguþingið 30. maí – 1. júní 2002. Ráðstefnurit II. Ritstj. erla
Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagn -
fræðingafélag Íslands og Sögufélag 2002), bls. 259–260.
80 Sjá m.a. umræðu um þessa nálgun og ábendingar um frekari möguleika í evr-
ópsku samhengi í Ragnhild Hutchison, „Bokmeldinger: Wool and Society“,
Historisk tidsskrift [norsk] 88:2 (2009), bls. 379– 380.
81 Wool and Society, bls. 274–280 (6.3. The Pattern of Production in the Northeast —
Discussion) og bls. 347–355 (7.3. Pattern of Production in the Southwest —
Discussion).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage84