Saga - 2011, Page 85
handiðnaðarframleiðsluna að gangverki sveitasamfélagsins á sam-
bærilegan hátt og fiskveiðarnar höfðu áður verið lagaðar að því. Sú
starfsemi sem ekki fór fram á heimilum var háð undanþágum og
sérréttindum og markmiðið var að styðja við hina almennu fram-
leiðslu með þeim sérréttindum. Innréttingarnar og verslunarfélög-
in voru þeir aðilar sem mestu skiptu í þessu sambandi.82
Samanburður á danskri umræðu um landshagi og íslenskri tek-
ur af öll tvímæli um að þær viðreisnartillögur sem lagðar voru fram
í Danmörku voru nátengdar þeim tillögum sem gerðar voru um
Ísland. Handiðnaður og aukin verðmætasköpun í ullarvörufram-
leiðslu flokkaðist undir annað lagið, þ.e. úrvinnslu úr hráefnum
landsins, og var í öðru sæti, á eftir landbúnaðinum sem nefna má
fyrsta lagið.83 ekki þurfti verkskipt þéttbýli með kaupstaðarrétt-
indum til að starfrækja vefsmiðjur; meirihluti vinnunnar var unn-
inn á heimilum úti um land og vefsmiðjan í Reykjavík var starfrækt
sem afmörkuð framleiðslueining. vissulega varð þá til þéttbýll
kjarni í Reykjavík þar sem sérhæft starfsfólk vann við annað en
búskap og bjó sumt hvert í starfsmannahúsum. Þær vefsmiðjur
þurftu á stóru baklandi að halda vegna garnspuna. Annars staðar
á landinu var garn unnið beinlínis fyrir vefsmiðjur í Danmörku.
Sérþekkingu í ullariðnaði var að mestu sinnt frá Reykjavík í gegnum
Innréttingarnar, en einnig að hluta frá kaupmannahöfn fyrir milli-
göngu kaupmanna. Á Norðurlöndum var afmarkaður rekstur af
þessu tagi vel þekktur á árnýöld. Í Svíþjóð og Noregi má nefna það
sem kallað hefur verið „bruk“ eða „værk“. Það var t.d. stundað inn-
an málmiðn aðarins, en vefsmiðjur og önnur framleiðsla var líka
skipulögð með þessu móti. Starfsfólk bjó á staðnum og var undir
húsbóndavaldi þess sem átti starfsemina. Þetta voru afmarkaðar
framleiðslueiningar sem störfuðu oftar en ekki samkvæmt sérleyf-
samfélag átjándu aldar 85
82 Wool and Society, bls. 278–280 (undirkafli í 6.3: Merchants, the Central
Authorities and Local Society) og bls. 353–355 (undirkafli í 7.3: Politics of
Production and Privileged Bodies). Um samhengi Innréttinganna og verslun-
arfélaganna í þessu tilliti, sjá Hrefna Róbertsdóttir, „Hagsvæði, sérhæfing og
svæðisbundin þróun á 17. og 18. öld“, bls. 262–263. Sjá nánar umræðu um sér-
leyfi til iðnaðar og verslunar á Norðurlöndum í þemahefti tímaritsins
Scandinavian Journal of History 7:3 (1982).
83 Wool and Society, bls. 93–113 (3.2. Strata of the economy), bls. 124–125 (undir-
kafli í 3.4: Secondary Importance of Manufacturing), bls. 197–202 (undirkafli í
5.1: Relations of Trades) og bls. 222–223 (undirkafli í 5.3: Relative to Primary
Production).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage85