Saga - 2011, Page 86
um og fengu þannig starfsgrundvöll með undanþágu frá nærliggj-
andi sveitum.84
eftir að farið var að innleiða handiðnað að evrópskri fyrirmynd,
með Innréttingunum um miðja 18. öld, breyttust áherslur yfirvalda
varðandi hvaða vörur landsmenn voru hvattir til að framleiða. Þá
tók að mótast sterkari svæðisbundin framleiðsla en áður hafði verið.
Í fyrsta lagi var hvatt til þess að útflutningi á óunninni ull yrði hætt,
en á fyrri helmingi 18. aldar var nokkuð um útflutning ullar. Áhugi
yfirvalda færðist einnig frá prjónaskap yfir á vefnað og spuna. Tvær
vefsmiðjur á vegum Innréttinganna voru stofnaðar, klæðagerð og
taugerð, og var hlutafélagið dyggilega stutt af bæði konungi og inn-
lendum embættis- og eignamönnum. Ný verkþekking í spuna var
forsenda þess að nýjar aðferðir við vefnað yrðu teknar upp og mikið
kapp var lagt á að dreifa þeirri þekkingu um landið með ýmsum
hætti.85
Hlutfallslegur ávinningur
vikið hefur verið að svæðisbundinni framleiðslu og myndun hag -
svæða. Ullarframleiðsla var einnig rökrædd í samtímaheimildum út
frá hlutfallslegum ávinningi sem áætlað var að gæti orðið af vinn-
unni. Það tengdist einnig félagslegri stöðu, þ.e. hvernig mismunandi
tegundir býla framleiddu mismunandi vörur. Þessi áhersla hefur
líklega að einhverju leyti vaxið fram án afskipta yfirvalda eða sér-
leyfishafa í iðnaði og verslun. Ávinningurinn af framleiðslunni var
líka metinn eftir kyni. Rökræðan um breytingar á ullarvinnslu sýnir
einnig að það var stefnt að ákveðinni sérhæfingu í framleiðsluvör-
um. Prjónaskapur var ekki talinn hagstæð framleiðsluvara nema á
sumum stöðum, og sérhæfð vefnaðarframleiðsla átti síður en svo að
vera á hverjum bæ.
hrefna róbertsdóttir86
84 Sjá t.d. Per-Arne karlsson, Järnbruken och ståndssamhället. Institutionell och atti-
tydmässig konflikt under Sveriges tidiga industrialisering 1700–1770 (Stockholm:
Jernkontoret 1990) og Anna Tranberg, „„Ledighed taales ikke“. Plassfamilien
på gardsarbeid“, Historisk tidsskrift [norsk] 4(1990), bls. 512–536.
85 Nánar um handverkið í vefsmiðjum Innréttinganna: Áslaug Sverrisdóttir,
„kalemank og klæði. Um tæknileg einkenni á framleiðslu vefsmiðju Inn -
réttinganna 1751–1803“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2002–2003 (2004), bls.
5–48. Sjá einnig starfsreglur vefsmiðjanna og samninga við vefsmiðjustjórana,
þar sem útbreiðsla verkþekkingarinnar var skipulögð, í Hrefna Róbertsdóttir,
Landsins forbetran, bls. 219–240.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage86