Saga - 2011, Síða 87
Til að taka einfalt dæmi má segja að rekstur heimilisvefsmiðja og
prjónaskapur hafi verið á sitthvorum enda mælikvarðans. Aðal -
atriðið var að allir væru alltaf að framleiða eitthvað. Þannig gat fram-
leiðsla sömu vörunnar verið álitin bæði hagkvæm og óhagkvæm
eftir því við hvaða aðstæður var unnið. Sokkaprjón er eitt dæmi um
það; óhagkvæmast þótti að vinnukonur í sveitum sinntu þessu
verki, þar sem þær gætu framleitt mun verðmætara spunagarn og
væru fljótar að vinna, en hagkvæmast að sjómenn í landi við sjáv-
arsíðuna nýttu auðan tíma til prjónaskapar, ykju með því heildaraf-
köst landsins og sætu ekki auðum höndum.86 Heimilisvefsmiðjur
voru hins vegar það sem stórbændur áttu að ráðast í á eigin kostnað
og ráða útlærða vefara og skipuleggja verðmætari framleiðslu en þá
sem hefðbundin var í sveitum. ekki var talið ráðlegt fyrir almenna
bændur að ráðast í slíka framleiðslu. Þeir vissu kannski ekki hvað
gera ætti við hin nýju áhöld. Þeir og þeirra býli áttu fremur að vera
baklandið sem útvegaði ull og sinnti ákveðnum þáttum fram-
leiðslunnar með eigin vinnuhjúum. Stórbýlið með heimilisvefsmiðju
yrði þá einskonar miðstöð í sinni sveit.87
Dæmi má taka af Leirársveitinni, en hún er eitt þeirra svæða þar
sem hvað flestar heimilisvefsmiðjur virðast hafa verið stofnaðar af
þeim sem voru í úrtaksrannsóknunum. eftir um tveggja áratuga
starfsemi ullarvefsmiðja Innréttinganna, lengst af í Reykjavík, fóru
stjórnvöld að hvetja til stofnunar heimilisvefsmiðja. Þær voru rekn-
ar af stórbændum og voru sérhæfðar einingar í ákveðnum tengslum
við Innréttingarnar. Þríhyrningarnir á kortinu á mynd 8 sýna hvaða
bæir lögðu inn vaðmál hjá kaupmanni 1762 og kassarnir hverjir
voru farnir að framleiða vefnaðarvöruna kersey88 til útflutnings árið
1783. Á vegum Innréttinganna var hvatt til kerseyframleiðslu en sú
framleiðsla var verðmætari en vaðmálið. kersey var hægt að vefa í
heimilisvefsmiðju og senda síðar til Innréttinganna til þæfingar og
samfélag átjándu aldar 87
86 Wool and Society, bls. 190–197 (undirkafli í 5.1: Balance between Land and Sea).
87 Wool and Society, bls. 209–213 (undirkafli í 5.2: Wool for Peasants — Farm hands
at Work).
88 Sjá nánar um tæknilegar útskýringar á vefnaði á síðari helmingi 18. aldar í
Áslaug Sverrisdóttir, „kalemank og klæði“, bls. 7–19. Sjá einnig myndir af
vefnaði og prjónlesi sem rekja má til 18. aldar framleiðslu eða verslunarvöru á
Íslandi í Wool and Society, litmyndaörk milli bls. 320 og 321, og Hrefna Róberts -
dóttir, Landsins forbetran, litmyndaörk milli bls. 160 og 161, og Hrefna Róberts -
dóttir, „Tekstilprover i Nationalarkivet i Reykjavík“, Nordisk arkivnyt 4 (2001),
bls. 190–191.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage87