Saga - 2011, Side 89
tiltekna framleiðslu í Danmörku.90 Í verslunarbókum er að finna
staðfestingu frá 1786 um að kaupmenn hafi staðið fyrir vinnslu og
útflutningi á hörgarni í samvinnu við íbúa í nágrenni verslunar -
staðarins á vopnafirði.91
Þróun prjónaskapar á síðari hluta 18. aldar sýnir ekki síður
áhugaverða mynd af svæðisbundinni þróun, sem ekki féll langt frá
því sem embættismenn vildu. Sýnt var fram á það í hagrænum
skrifum að það borgaði sig ekki fyrir konur í sveitum að prjóna; þær
ættu að vinna verðmætari vöru. Prjónaskapur hentaði hins vegar vel
við sjávarsíðuna. Útflutningstölur frá einstökum heimilum, t.d. í
Seltjarnarneshreppi og Akraneshreppi, benda ótvírætt til þessa. Á
seinni hluta 18. aldar jókst þessi útflutningur fyrir landið í heild
samhliða aukningu sérhæfðs spuna og stofnunar vefsmiðja.92
Opinber stefna í málefnum handiðnaðar var því í senn svæðis-
bundin, kynbundin og háð félagslegri stöðu. Reynt var að tryggja að
enginn lægi í leti, sjálfum sér og samfélaginu til skaða. Athugun á
hugmyndum þeirra sem skrifuðu um handiðnaðarmál í tímaritum
samfélag átjándu aldar 89
90 Wool and Society, bls. 253–265 (undirkafli í 6.2: Putting-out Spinning for
Copenhagen) og bls. 275–278 (undirkafli í 6.3: economic Zones and the Copen -
hagen Connection). Sjá einnig um vefnað á Austurlandi: Hrefna Ró berts dóttir,
„vefarar og vefsmiðjur. Ullarvinnsla í Múlasýslum á seinni hluta 18. aldar“,
Múlaþing 36 (2010), bls. 82–103.
91 Með hliðsjón af þessari framleiðslu er áhugavert að sjá að bæjarheitið Línhola
er til í nágrenni verslunarstaðarins á vopnafirði og kemur fyrir í dómabók frá
1752. Á þessum slóðum bjó einnig einn hluthafi í Innréttingunum, Pétur
Þorsteinsson sýslumaður, en rannsóknir sem gerðar hafa verið á útbreiðslu
spunastarfsemi fyrir Innréttingavefsmiðjurnar sjálfar á Suðvesturlandi hafa
ekki staðfest tengsl við Austurland. Pétur var hins vegar tengdur forsvars-
mönnum Innréttinganna fyrstu árin, ferðaðist til kaupmannahafnar og gæti
hugsanlega hafa haft áhrif á það að hör var tekinn til vinnslu á Austurlandi.
Ég þakka Páli Pálssyni á Aðalbóli fyrir ábendingar um bæjarheitin Línholu og
Línbæ og þátt Péturs Þorsteinssonar sýslumanns á upphafsárum Innrétting -
anna. Sjá nánar ÞÍ. Sýsl. GA/1. Dóma- og þingbók 1758–1778, bls. 88, og
Annálar 1400–1800. Iv. Útg. Jón Jóhannesson (Reykjavík: Hið íslenzka bók-
menntafélag 1940–1948), bls. 409 (Annáll Péturs sýslumanns Þorsteinssonar á
ketilsstöðum á völlum eða ketilsstaðaannáll 1742–1784). Línhola gæti verið
sami bærinn og Línbær, sem tilheyrði Hofskirkjusókn og farinn var í eyði 1777.
Sjá Ólafur Olavius, Ferðabók, II, bls. 138.
92 Wool and Society, bls. 250–253 (undirkafli í 6.2: Widespread knitting) og bls.
296–301 (undirkafli í 7.2: Local knitting Clusters and a Reduction in knitting
for Sale). Á sumum verslunarsvæðum var minnkandi prjónaskapur í heild, en
aukning á ákveðnum svæðum innan þeirra.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage89