Saga - 2011, Page 91
Auðlindir og innri uppbygging
Aukning verðmæta með breyttum vinnubrögðum í handiðnaði var
miðlæg hugsun í allri umræðu um landshagi í íslenskum og dönsk-
um tímaritum, sem og í hagstjórnarstefnu yfirvalda á 18. öld. Hvað
var vænlegt og hvað ekki var sett á mælistiku þess hvort líklegt væri
að það leiddi til framleiðsluaukningar og bættrar nýtingar tíma.
Breytingar sem handiðnaðarstefnan átti að leiða til voru fyrst og
fremst framleiðsluaukning og aukin verðmætasköpun úr afurðum
landbúnaðarsamfélagsins. Þar birtist þenslan og þar var allt kapp
lagt á að skipta út ullarvörum, sem voru á lágu verði, fyrir dýrari
framleiðsluvörur, stuðla að jafnvægi í viðskiptum innan svæða og
tryggja að hvert svæði yrði sem mest sjálfu sér nægt.
Gagnið af handiðnaðinum fólst þannig í því að auka verðmæti
landbúnaðarafurðanna. Þetta var reynt með margvíslegum ráðum á
Íslandi, svo sem með tilskipunum, stöðlum, verðlaunum, skömm-
um og tukthúsvist. Auk þess var stutt beint við framleiðsluna með
fjárframlögum til Innréttinganna, námsvist íslenskra ungmenna í
Reykjavík og Danmörku og með því að verslunarfélögin tengdust
rekstri ullarvefsmiðjanna. Rekstur Innréttinganna var tengdur versl-
uninni allt frá því konungsverslunin fyrri tók til starfa 1759 og enn
frekar eftir að Hinu íslenska hlutafélagi var slitið árið 1779.94 Sú
innri þensla sem stefnt var að krafðist þess að hráefni landsins og
mannskapur væru nýtt betur, allir þegnarnir sinntu sínu, væru iðnir
og héldu sig á sínum stað í stigveldi samfélagsins. enginn átti að
sitja auðum höndum, heildarhagur var í húfi. Auðvelt var að aðlaga
handiðnaðinn því samfélagi sem fyrir var og hann þótti vel til þess
fallinn að stuðla að hagrænni þenslu, félagslegum úrbótum og
siðferðilegu uppeldi.95
Handiðnaðarstefnan var því innleidd með hliðsjón af þeirri sam-
félagsuppbyggingu sem fyrir hendi var og aðlöguð henni. Hún var
ekki sett upp sem andstæða hennar. Framkvæmdin gekk best þar
sem minnstir árekstrar urðu við ríkjandi skipulag. Þetta á ekki síst
við hið vefnaðartæknilega. Það átti að breyta verklagi og afurðum,
ekki vinnulöggjöf eða samfélagsgerð. konur áttu áfram að sinna
samfélag átjándu aldar 91
94 Sjá yfirlit yfir tilskipanir og aðgerðir af hálfu yfirvalda til að bæta ullarvinnslu
á Íslandi: Wool and Society, bls. 131–144 (4.1. Central Policy on Wool
Manufacture).
95 Wool and Society, bls. 222–225 (5.3. Rural Household Society — Discussion) og
bls. 225–227 (5.4. Balance and Industriousness — Summary).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage91