Saga - 2011, Page 92
megninu af ullarvinnunni í landinu, en þó ekki sömu verkum og
áður. karlarnir tóku við sérhæfðustu störfunum, þeim sem tengja
má við evrópska handverkið og formleg sveinspróf. Þar með færðist
sjálfur vefnaðurinn frá konum yfir á karla, en önnur störf urðu að
mestu kvennavinna áfram.96
Ákveðin þversögn kann að virðast í því fólgin að halda fram að
nýtt fyrirbæri eins og handiðnaðarvinnsla ullar í vefsmiðjum, sem
ekki hafði þekkst áður á Íslandi, hafi í raun ekki verið nýjung,
hvorki í samfélagslegu né ullartæknilegu samhengi. Röksemdirnar
sem styðja þá túlkun eru að félagskerfi og vinnuskipulag hins gamla
sveitasamfélags var nýtt til að koma framleiðslunni á laggirnar, auk
þess sem verið var að taka upp á Íslandi aldagamalt evrópskt hand-
verksskipulag og verklag. Í Danmörku höfðu sérhæfð verkstæði borg-
ara þekkst frá miðöldum, en handiðnaðarverkstæði með stærri fram-
leiðslu fóru að koma fram um 1730. Á Íslandi var verkstæðisvinnsla
innleidd í vefnaði um 1750 en sérhæfðum handverksmönnum leyft
að setjast að í kaupstöðum 1786, þó með þeirri undantekningu að
iðngildi voru bönnuð frá upphafi. Stofnun handiðnaðarverkstæða í
litlum kaupstöðum í Danmörku eftir 1730 var eitt af því sem búist var
við að myndi styrkja þá. Handverkið var innleitt með sömu aðferðum
í Danmörku og á Íslandi, með því að fá þýska og hollenska hand-
verksmenn til landsins. Handverkið átti mun meira sameiginlegt með
þeim framleiðsluháttum sem tíðkuðust í evrópu á árnýöld, og byggð -
ust á sterkri samvinnu við sveitirnar, heldur en verksmiðjuvinnslu 19.
aldar þar sem mestöll vinnsla fór fram innan veggja verksmiðjanna
og nýtti vélvæðingu í stað vinnuafls sveitanna.
valdamenn landsins sem stóðu fyrir innleiðingu handiðnaðarins
og voru hluthafar í Hinu íslenska hlutafélagi voru þeir sömu og
stóðu vörð um samfélagsgerðina. ekki er að finna rök í þeirra
viðhorfum og hugmyndum um annað en að landbúskapurinn ætti
að standa óhaggaður sem grundvöllur samfélagsins. Aðrar atvinnu-
greinar áttu að verða landbúnaðinum til eflingar. efling fiskveiða og
handiðnaðar hefur hins vegar í rannsóknum á Íslandi oft verið tek-
in sem merki þess að grundvallarbreytingar á samfélaginu væru
nauðsynlegar til að koma þeim á laggirnar og kaupstaðastofnun
væri liður í slíkri breytingu. Mín túlkun er sú að svo sé ekki, heldur
hafi á 18. öldinni verið um að ræða ákveðna tilfærslu á landfræði -
hrefna róbertsdóttir92
96 Wool and Society, bls. 190–197 (undirkafli í 5.1: Balance between Land and Sea)
og bls. 223–224 (undirkafli í 5.3: Adaptable Manufacturing).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage92