Saga - 2011, Page 93
legri hugsun, ef svo má að orði komast. verið var að flytja „sérleyfis -
hafa“ inn í landið, sem áður höfðu þjónað Íslandi frá Danmörku, og
smám saman tóku að myndast hagræn landamæri utan um Ísland.
Þegar leið fram undir lok aldarinnar var ákveðið að stofna sex
kaupstaði innanlands. Þeir áttu að hluta til að taka við því hlutverki
sem kaupmannahöfn og kaupstaðir í Danmörku höfðu áður gegnt,
þ.e. að sjá landinu fyrir sérhæfðum varningi. Þar með voru yfirvöld
í Danmörku komin á sömu skoðun og íslenskir embættismenn, þ.e
að líta á Ísland sem afmarkað hagsvæði.
Undir lok 18. aldar tóku því að myndast ákveðnari hagræn
landamæri utan um landið en áður höfðu verið, þótt áfram væri gert
ráð fyrir sterkum tengslum við kaupmannahöfn sem miðstöð ríkis-
ins í heild. Innan Danmerkur má rekja upphaf þessarar stefnu til
aldmótanna 1700, en sú stefna konungs að tengja Ísland betur inn í
ríkisheildina náði ekki ströndum landsins fyrr en eftir 1750. Stofnun
Innréttinganna markar þar tímamót, en aðeins nokkrum árum áður
hafði það ekki verið talið líklegt til árangurs að huga að eflingu
úrvinnslu úr hráefnum landsins innanlands. ekkert var þá talið geta
bjargað Íslandi nema hugsanlega að draga það sunnar á hnöttinn.97
Stofnun kaupstaðanna 1786 og afnám einokunarverslunarinnar
voru önnur skil í því efni. Til að varpa frekara ljósi á þessa túlkun
verður vikið nánar að hagrænum landamærum landsins og hlut-
verki og stöðu kaupstaða innan sveitasamfélags árnýaldar.
Landamæri Íslands og kaupstaðir gamla samfélagsins
Fyrir 1700 höfðu yfirvöld í kaupmannahöfn haft lítil afskipti af
landshögum og afkomu fjarlægari landa og svæða sem undir þau
heyrðu. Breyting varð á 18. öld þegar stefnt var að því að efla
afkomu þeirra og styrkja með því ríkisheildina. eftir miðja 18. öld
átti Ísland, frá dönskum sjónarhóli, að taka þátt í eflingu ríkisheild-
arinnar með því að vinna úr eigin hráefnum og eflast sjálft. Á þann
hátt urðu hagræn landamæri utan um Ísland skýrari. Stofnun
vefsmiðja var ein af þessum aðgerðum. Með þeim varð til hand iðn -
aðarþekking í landinu, þar sem spunnið var og ofið úr innlendum
samfélag átjándu aldar 93
97 Otto Thott, „Allerunderdanigste uforgribelige Tanker om Commerciens Til -
stand og Opkomst. Den 31. Dec: 1735“, Studier i dansk merkantilisme. Om kring
tekster af Otto Thott. Institut for Økonomisk Historie ved københavns Uni -
versitet. Publikation nr. 20. (kaupmannahöfn: Akademisk forlag 1983), bls. 182.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage93