Saga - 2011, Qupperneq 95
biskups stólana í margar aldir, voru verslunarstaðirnir taldir fyrstu
vísarnir að atvinnuskiptu þéttbýli á Íslandi. Með einokunarversl-
uninni, sem hófst í upphafi 17. aldar, urðu til um 22–25 verslun-
arstaðir á landinu.99 Um 1750 voru Innréttingarnar settar niður í
nágrenni við einn þeirra, Hólmsverslun við Reykjavík. eftir það tók
Reykjavík forystu sem helsti þéttbýlisstaður landsins. Hugmyndir
vísa-Gísla Magnússonar um viðreisn landsins frá 1647 eru um
margt líkar þeim sem Skúli Magnússon kynnti fyrir konungi einni
öld síðar, árið 1751.100 vísi-Gísli vildi nýta betur hráefni landsins,
hefja steinefnavinnslu, auka ræktun, fuglaveiðar, fiskveiðar og
handiðnir, efla iðni og afköst, veita sérleyfi, stofna þorp og skóla,
minnka flakk og reisa vinnuhæli fyrir ómaga svo nokkuð sé nefnt.
Síðast en ekki síst lagði hann til að ákveðnar ættir yrðu formlega
gerðar að yfirstétt í landinu.101 Helgi Þorláksson tengir sýn vísa-
Gísla við borgaralega atvinnuhætti í Hollandi; með þessu hafi hann
viljað styrkja innviði Íslands og minnka áhrif danskrar borgara-
stéttar á Íslandi.102 Það sem efnislega skilur mest á milli áætlunar
vísa-Gísla og Skúla Magnússonar er annars vegar að vísi-Gísli
gerði sérstaklega ráð fyrir stofnun kaupstaða og tilurð formlegrar
yfirstéttar á Íslandi. Báðir undanskildu umræðu um verslunarfyr-
irkomulagið í tillögum sínum, en báðir gengu út frá veitingu sér-
leyfa sem sjálfsagðri aðferð til að efla úrvinnslu úr hráefnum lands-
ins. Báðir ræddu um sömu hlutina, eflingu úrvinnslulagsins og
samfélag átjándu aldar 95
bls. 169–174 (undirkafli í 4.2: Artisans, Privileges and the Manufacturing
Stratum) og bls. 224–225 (undirkafli í 5.3: economic Boundaries around
Iceland).
99 Fjöldi þeirra og staðsetning var þó mismunandi frá einum tíma til annars. Sjá
Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland, bls. 83–86 og töflu 5.1.: kauphafnir á ein-
okunartímanum (1602–1787) og fjöldi skipa sem sigldu á hverja höfn, bls. 84.
100 viðreisnaráætlun Skúla Magnússonar 1751 er birt í heild sinni í Hrefna
Róbertsdóttir, „Áætlun um allsherjarviðreisn Íslands 1751–52“, bls. 59–68
(Skúli Magnússon, „Allerunderdanigste Relation om Islands nærværende
Tilstand og Project. Hvorledes Samme igien kand frelses fra den totale Ruin,
som det nu alt meere og meere trues med at erholde, i fald det ei i Tiide fore
kommes“).
101 Um hugmyndir vísa-Gísla sjá Gísli Magnússon, „Consignatio Instituti seu
Rationes. Greinargerð um fyrirætlun“ í Jakob Benediktsson, Gísli Magnússon
(Vísi-Gísli). Ævisaga, ritgerðir, bréf. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslend-
inga XI (Reykjavík: Hið íslenzka fræðafélag í kaupmannahöfn 1939), bls.
48–85.
102 Helgi Þorláksson, „Undir einveldi“, bls. 16–18.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage95