Saga - 2011, Blaðsíða 96
betri nýtingu náttúruauðlinda og enn fremur uppbyggingu og betri
nýtingu vinnuafls landsins.
erfiðleikar litlu kaupstaðanna í Danmörku voru mikið til um -
ræðu í dönskum tímaritum á seinni hluta 18. aldar.103 Rannsóknir
Ole Feldbæk hafa sýnt að fyrirkomulag og löggjöf þeirra, þegar
komið var fram undir lok 18. aldar, byggðist í meginatriðum enn á
miðaldalöggjöf þar sem dregin voru skil milli bæja og sveita og hver
um sig hafði skyldur og réttindi. Fyrir utan kaupmannahöfn voru
66 kaupstaðir í landinu. Allir nema einn höfðu verið stofnsettir fyrir
1700 og flestir höfðu það hlutverk að þjónusta héruðin í kring og
taka við umframframleiðslu þeirra. Handiðnaður og vefsmiðjur
fóru fyrst að koma við sögu í Danmörku eftir 1730, fyrst í kaup -
manna höfn. Fyrir þann tíma þekktust slík handiðnaðarverkstæði
varla. kaupmannahöfn hafði mikla sérstöðu í ríkinu öllu hvað
stærð, framleiðslu og fjölbreytni varðaði. Hinir almennu kaupstaðir
voru háðir sínu nánasta umhverfi til að geta starfað.104 Ole Feldbæk
metur það svo að tímabilið 1650–1750 hafi verið kyrrstöðutímabil
fyrir hina dönsku kaupstaði og hafi þeir mátt sín lítils gagnvart
kaupmannahöfn. eða eins og Feldbæk orðar það: „købstæderne
grundlæggende fungerede som en del af landbruget“.105 Sjá má af
kaupstaðatilskipuninni frá 1786 að íslensku kaupstaðirnir sex voru
hugsaðir sem sambærilegir við „hina minni kaupstaði í tilliti til vors
konúnglega aðsetustaðar kaupmannahafnar“.106 Handverksmenn
sem höfðu rétt til að starfa sem meistarar í íslensku kaupstöðunum
höfðu sömu réttindi í öðrum sambærilegum litlum kaupstöðum í
ríkinu ef þeir óskuðu.
hrefna róbertsdóttir96
103 Sjá t.d. umræðu sem efnt var til í Danmarks og Norges Oekonomiske Magazin 1763.
Sjá umfjöllun í Wool and Society, bls. 110–113. Spurningin sem lögð var fyrir til
úrlausnar um þetta efni var: „Hvad er det, som meest trykker Borger standens
Næring i de smaae kiöbstæder, og Hvorledes kand derpaa best raades Boed?“
104 Ole Feldbæk, Danmarks historie. 4. Tiden 1730–1814. Ritstj. Aksel e. Christen -
sen, H.P. Clausen, Svend ellehøj og Søren Mørch (kaupmannahöfn:
Gyldendal 1982), bls. 52–57. — Ole Feldbæk, Danmarks historie. Bind 9. Den
lange fred 1700–1800. Ritstj. Olaf Olsen. Gyldendal og Politikens Danmarks -
historie 9. (københavn: Gyldendal og Politiken 1990), bls. 78–84.
105 Ole Feldbæk, Danmarks økonomiske historie 1500–1840, bls. 78–88 og 129–138.
Bein tilvitnun er á bls. 135.
106 Lovsamling for Island v 1784–1791. Samlet og udgivet af Oddgeir Steph ensen
og Jón Sigurðsson (kaupmannahöfn: Universitets-Boghandler Andr. Fred.
Höst 1855), bls. 346 (Anordning ang. kjöbstæderne paa Island. Christians borg
17/11 1786, 13. gr.).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage96