Saga - 2011, Síða 97
verslun og iðnaður á þessum öldum var í grundvallaratriðum
rekinn með sérleyfum, ýmsum sérréttindum sem fólu í sér undan-
tekningar frá löggjöf landbúnaðarsamfélagsins. Þetta átti bæði við á
Íslandi og í Danmörku. einokunarverslunarfélögin höfðu sérstaka
samninga sem gerðu þeim kleift að starfa.107 Hið íslenska hlutafélag
fékk einnig sérréttindi frá konungi, m.a. fyrir vefsmiðjur árið 1752,
en verslunarfélögin tóku við rekstrinum síðar.108 við kaupstaðar-
stofnun var ákveðið að aflétta einokunarversluninni, opna hana
fyrir þegnum Danakonungs og selja eignir hennar. kaupstaðurinn
var settur á fót með sérleyfi og handverksmenn og aðrir sem vildu
setjast þar að þurftu til þess leyfisbréf.109 vinnulöggjöf sveitasam-
félagsins var enn við lýði, og það var varla fyrr en á seinni hluta 19.
aldar sem losna fór um hana.110
Helgi Þorláksson hefur varpað fram þeirri spurningu hvort
kaupstaðastofnunin 1786 hafi ekki samt sem áður átt að vera grund-
vallarbreyting á samfélaginu, þar sem gert var ráð fyrir atvinnu-
skiptu þéttbýli, samkeppni um vinnuafl og borgaralegum atvinnu-
háttum. Rökin eru að með kaupstöðunum hafi verið gert ráð fyrir
verslun allt árið, og nýlega hafi verið búið að koma konungsútgerð
á laggirnar. Spurning sé því hvort ekki ætti að skoða kaupstaða -
stofnunina með hliðsjón af konungsútgerðinni og umræðu um
lausamenn, fremur en sem undantekningu frá sveitasamfélaginu.111
Lausamenn hafi verið hópur sem hefði getað tekið að sér að verða
kjarni í hópi borgara, menn sem margir hverjir hafi lagt stund á
verslun eða stundað sjó.112
samfélag átjándu aldar 97
107 Heimildaútgáfa með sérleyfum danskra verslunarfélaga varpar skýru ljósi á
hvernig réttindum þeirra og hlutverki var ætlað að vera á byrjun 17. aldar og
fram um miðja 19. öld. Ole Feldbæk, Danske Handelskompagnier 1616–1843.
Oktrojer og interne Ledelsesregler (kaupmannahöfn: Selskabet for Udgivelse af
kilder til Dansk Historie 1986).
108 yfirlitsrit yfir allan rekstur á vegum Hins íslenska hlutafélags er að finna í rit-
inu: Lýður Björnsson, Íslands hlutafélag. Rekstrarsaga Innréttinganna. Ritstj.
Ásgeir Ásgeirsson. Safn til Iðnsögu Íslendinga XI (Reykjavík: Hið ís lenzka
bókmenntafélag 1998).
109 Lovsamling for Island v, bls. 344–348 (Anordning ang. kjöbstæderne paa
Island. Christiansborg 17/11 1786).
110 Sjá m.a. Guðmundur Jónsson, „Institutional Change in Icelandic Agriculture,
1780–1940“, Scandinavian Economic History Review XLI: 2 (1993), bls. 101–105
og 111–113.
111 Helgi Þorláksson, „kameralisme, ull og fisk“, bls. 70–71.
112 Helgi Þorláksson, „Undir einveldi“, bls. 43–46.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage97