Saga - 2011, Page 98
Lausamenn og bann við þeim 1783 var rætt hér framar. ef þau
rök eru tekin gild að bannið við lausamönnum hafi fyrst og fremst
átt að styðja við landbúskapinn, hefðu lausamenn líklega ekki orðið
þýðingarmikill hópur í tengslum við uppbyggingu kaupstaða.
Aðallega var ætlast til að þeir tækju upp búskap eða gengju í árs-
vistir hjá bændum. Þremur árum eftir bannið, 1786, var kominn
möguleiki á því að setjast að með verslun í kaupstöðum, og það
hefðu þeir lausamenn sem það stunduðu með árangri átt að geta
gert. yfirvöld héldu hins vegar áfram að amast við lausamönnum
eftir kaupstaðastofnun og er spurning hver raunveruleg staða þeirra
hafi verið orðin undir lok aldarinnar. voru það kannski mest laus-
gangarar og flakkarar sem voru á ferli þegar þarna var komið sögu?
Í kaupstaðartilskipuninni voru handiðnaðarmönnum veitt sérstök
réttindi í kaupstöðunum og þeim handiðnaðarmönnum sem þörf
var á í sveitum gefið leyfi til að sinna iðn sinni að vild.113 Í þessum
ákvæðum var gjarnan talað um handverk og fiskveiðar í sömu
málsgreinum, eins og það væru hliðstæðar greinar sem ættu að
eflast með þessum nýju tilskipunum.
Levetzow var stiftamtmaður þegar verið var að stofna kaupstaði
á Íslandi árið 1786. Hann fylgdi eftir rentukammersbréfi þar sem
hann var beðinn að kanna hvort einhverjir innlendir handverks-
menn hefðu bolmagn til að flytja í hina nýju kaupstaði. Það væri
æskilegra en að senda til landsins danska handverksmenn sem
kannski líkaði ekki vistin.114 Því miður svöruðu hvorki sýslumenn-
irnir á suðvestursvæðinu né norðaustursvæðinu, þar sem ullar-
framleiðslan var rannsökuð. Svör komu úr fjórum sýslum og sýna
þau að fátt var um handverksmenn og sums staðar enginn.
hrefna róbertsdóttir98
113 Lovsamling for Island v, bls. 301–316 (kongelig Resolution ang. Ophævel sen af
den kongelige Monopolhandel paa Island m.v. Frederiksberg 18/8 1786, sérst.
greinar 11 og 32); bls. 317–338 (Plakat ang. den kongelige Monopol handels
Ophævelse paa Island. Frederiksberg 18/8 1786, sérst. greinar 14, 16 og 29);
bls. 343–352 (Anordning ang. kjöbstæderne paa Island. Christians borg 17/11
1786, sérst. greinar 10–16).
114 Lovsamling for Island v, bls. 394–395 (Rentekammer-Skrivelse til Stiftamt mand
Levetzow, ang. Haandværkers Nedsættelse i kjöbstæderne i Island. khavn
21/4 1787). – ÞÍ. Stiftamt. I. 22. Bréfabækur stiftamtmanna 1720–1803.
Stiftamts- og suðuramts bréfabók Levetzows 1.9.1786–8.10.1787. Bréf dags.
25/6 1787, bls. 576. Bréfið var síðan ítrekað, sjá t.d. bréf til sýslumanns í
kjósarsýslu: ÞÍ. Sýsl. Gull-kjós. II a. Innkomin bréf 1767–1803. Bréf Levetzow
stiftamtmanns, Bréf Levetzow stiftamtmanns, 30/8 1787.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage98