Saga - 2011, Síða 99
Í Austur-Skaftafellssýslu var enginn vefari eða handverksmaður
sem lært hafði sérstaklega til iðna, annarra en þeirra sem tíðkuðust til
sveita.115 engir útlærðir voru heldur nefndir til sögunnar í vest -
manna eyjum. Þar voru þó hagleiksmenn sem treystu sér til að vinna
undir annarra stjórn í tré og járn.116 Í Barðastrandarsýslu voru ekki
sagðir vera neinir handverksmenn að frátöldum þeim þremur
beykj um sem tengdust verslunarstöðunum, en þeir væru orðnir
gamlir menn. Reyndar væri einn smiður í sýslunni, sem ólíklegt
væri að myndi flytja sig um set, auk eins beykislærlings.117 Á Snæ -
fellsnesi voru nefndir til sögunnar tveir menn, sem þegar höfðu sest
að í Grundarfirði, trésmíðameistari og hattagerðarmaður, en engin
væru verkefnin og hagur þeirra og fjölskyldna þeirra afar bágur.
Norskur kaupmaður væri einnig að byrja að koma sér fyrir þar. Auk
þess hefði frést af gömlum Íslandskaupmanni sem væri að setja
niður verslun á Stykkishólmi og í Ólafsvík.118 Svörin gefa vísbend-
ingar um að lítið hafi verið um útlærða handverksmenn að erlend-
um sið í landinu, jafnvel nálægt áformuðum kaupstöðum. Ljóst er
að sveitahandverkið var ekki heldur talið nægja þegar rætt var um
formlega handverksmenntun fyrir kaupstaðastofnun. Í kaupstöðun-
um átti að framleiða varning sem áður hafði verið fluttur inn frá
dönskum kaupstöðum.
Fiskveiðar og konungsútgerð 1776–1787 eru annar þáttur sem í
sagnfræðilegri umræðu hefur oft verið tengdur við kaupstaðastofn-
un á 18. öld. konungsútgerðin var lögð niður í tengslum við afnám
einokunarversluninnar og stofnun kaupstaðanna. Gísli Gunnarsson
hefur nefnt hvort konungsútgerðin gæti m.a. hafa verið ástæða þess
að innlendir valdamenn vildu koma á lausamennskubanni 1783 til
að sporna gegn útgerðinni og mögulegri þéttbýlisþróun við sjávar -
síðuna.119 Helgi Þorláksson hefur vakið máls á því hvort konungs -
útgerðin, sem hófst 1776, hafi ekki verið af þeirri stærðargráðu að
samfélag átjándu aldar 99
115 ÞÍ. Stiftamt. III. 110. Bréf úr Austur-Skaftafellssýslu til stiftamtmanns
1709–1803. Bréf Jóns Helgasonar sýslumanns, 8/11 1787.
116 ÞÍ. Stiftamt. III. 128. Bréf úr vestmannaeyjum til stiftamtmanns 1708–1803.
Bréf Jóns eiríkssonar sýslumanns, 24/9 1787.
117 ÞÍ. Stiftamt. III. 175. Bréf úr Barðastrandarsýslu til stiftamtmanns 1709–1803.
Bréf Bjarna einarssonar sýslumanns, 19/7 1787.
118 ÞÍ. Stiftamt. III. 170. Bréf úr Snæfellsnessýslu til stiftamtmanns 1711–1803.
Bréf Jóns Arnórssonar sýslumanns, 2/7 1787, og bréf Jóns Arnórssonar sýslu-
manns, 21/7 1787.
119 Gísli Gunnarsson, Upp er boðið Ísaland, bls. 34–35.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage99