Saga - 2011, Page 100
hún hafi krafist stofnunar þéttbýlisstaða með nokkrum fólksfjölda,
fjármagni og annarri umgjörð til að auka möguleika á að hún fengi
þrifist.120 konungsverslunin síðari setti á fót umfangsmikla útgerð
á Íslandi, keypti tugi þilskipa, sem dreift var um landið, og var
markmiðið að auka útgerð og taka sjómenn í læri. Á sama tíma var
hafin svipuð útgerð í Færeyjum og Finnmörku á vegum konungs.
veiðar hófust fyrst við Faxaflóa, en Hafnarfjörður var miðstöð
útgerðarinnar. konungur seldi síðan útgerðina 1787.121
konungsverslunin síðari rak alla verslunarstaði landsins, auk
Innréttinganna.122 konungsútgerðinni var bætt við þá starfsemi árið
1776. Á þessum tíma var það einnig stefna yfirvalda að stuðla að
stofnun heimilisvefsmiðja um landið, vefnaðarstarfsemi sem eink-
um var ætluð stærri býlum, hjá landeigendum sem höfðu tök á að
hafa menntaða handverksmenn í vinnu.123 Það er spurning hvort
ekki megi bera konungsútgerðina, flaggskip fiskveiðanna, saman
við heimilisvefsmiðjurnar, stórframleiðslu til sveita. Hún hafi verið
kjarni í eflingu fiskveiðanna sem hefði getað orðið skóli og fordæmi
fyrir aðra sjómenn og útgerðarmenn til að sækja lengra. Hug mynd -
in um konungsútgerðina er keimlík þeirri sem yfirvöld voru að
vinna að í ullariðnaði á sama tíma. Fiskveiðar og vefsmiðjur áttu að
aðlagast sveitabúskapnum og verða til þess að auka afköst sam-
félagsins.
Það sem þó helst tengir konungsútgerðina við fyrri tíma er að
um leið og ákveðið var að stofna kaupstaði á Íslandi og aflétta versl-
unareinokun, var jafnframt ákveðið að selja allar skútur konungs og
leggja útgerðina af. verslunin, Innréttingarnar og konungsútgerðin
voru sett í sölu þegar ákveðið var að gera tilraun með innlenda
kaup staði. konungsrekstur var arfur fyrri tíma, nú átti að láta reyna
hrefna róbertsdóttir100
120 Helgi Þorláksson, „kameralisme, ull og fisk“, bls. 68–69.
121 einnig var veitt víða við vestfirði (Breiðafjörð, Patreksfjörð, Dýrafjörð og Ísa-
fjörð), auk þess sem nokkrar tilraunir voru gerðar með útgerð frá Norður- og
Austurlandi. Jón eiríksson, „Forspjall“, bls. 63–64. Sjá einnig Gísli Gunnars -
son, Upp er boðið Ísaland, bls. 186–187 og Lýður Björnsson, „18. öldin“, Saga
Íslands vIII. Ritstj. Sigurður Líndal og Magnús Lyngdal Magnússon (Reykja -
vík Hið íslenzka bókmenntafélag og Sögufélag 2006), bls. 193, 197–198.
122 Þegar Innréttingarnar voru settar á fót 40 árum fyrr, hafði útgerð þilskipa
einnig verið á dagskránni, þótt sú útgerð hafi ekki haft árangur sem erfiði.
123 Wool and Society, bls. 138–144 (undirkafli í 4.1: Domestic Workshops and Rural
Production) og bls. 208–213 (undirkafli í 5.2: Wool for Peasants — Farmhands
at Work).
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage100