Saga - 2011, Page 102
1787). Farið var í saumana á allri ullarframleiðslu sem unnin var á
bæjum og seld í kaupstað. kannað var hvernig ullarframleiðsla
breyttist frá um 1760 og fram á níunda áratuginn, með áherslu á
prjónaskap, vefnað og garnspuna. Sérstaklega var hugað að því að
skoða Ísland í stjórnsýslulegu samhengi 18. aldar sem hluta af
dansk-norska ríkinu. Ullariðnaðurinn er sérlega vel til þess fallinn
að vera leiðarþráður í rannsókn á samfélagi 18. aldar, þar sem hann
snertir svo margar hliðar samfélagsins og varpar ljósi á bæði hag-
ræna, félagslega og siðferðilega þætti.
vinnuskipulag handiðnaðarins, tæknin við að vinna ullina og
afurðirnar, útflutningur og framleiðsla, vinnulöggjöfin og hug-
myndir samtímamanna um stöðu úrvinnsluiðnaðarins gagnvart
sveitabýlinu, grunneiningu samfélagsins, bendir allt til þess að efl-
ing ullarvinnslunnar hafi átt að verða til þess að styrkja sveitasam-
félagið. viðhorf til landshaga, sem lesa má út úr skrifum samtíma-
manna, sýna að hugmyndin um landbúnað sem undirstöðu sam-
félagsins var ráðandi. Orðræðan um aðlögun handiðnaðarins að
samfélaginu á Íslandi er áþekk þeim umræðum sem sjá má í dönsk-
um tímaritum á þessum tíma. Hugmyndin um þrískiptingu hag-
kerfisins var ráðandi sýn. Á Íslandi má greina þessa mynd í stöðu
fiskveiðanna sem aukabúgreinar við landbúskap. Frumframleiðsla
landbúnaðarins var kjarninn, hagsmunir í úrvinnslu afurða og í
verslun komu í kjölfarið. ef litið er á verslunarfélög, handiðnaðar-
félög og kaupstaði sem undantekningar frá sveitasamfélaginu, fyrir -
bæri sem þurftu á sérleyfum að halda til að geta starfað innan gamla
samfélagsins, sést hve samofin þau voru gamla samfélaginu fremur
en að þau væru í andstöðu við það.
við þessa athugun hafa vaknað margar spurningar sem vekja
áhuga á frekari rannsóknum á samfélagi 18. aldar og gætu orðið til
að skerpa þá mynd sem dregin hefur verið upp af samfélaginu.
Fylgja mætti eftir þeim þræði sem vísbendingar eru um, þ.e. verka-
skiptingu milli kynja og milli bæja í útflutningsframleiðslunni. Staða
lausamanna og flakkara er efni sem kanna þarf miklu betur. Staða
kaupmanna og verslunarstaðanna í sveitasamfélagi 17. og 18. aldar
er nánast órannsakað efni. Að síðustu ber að nefna þann óplægða
akur sem eru samanburðarrannsóknir, þ.e. samanburður við valin
svæði innan dansk-norska ríkisins. Ísland var ekki eina svæðið þar
sem yfirvöld í kaupmannahöfn beittu sér fyrir viðreisnarstarfi eða
létu rannsaka með breytingar í huga.
hrefna róbertsdóttir102
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage102