Saga - 2011, Page 105
viðhorf íslenskra kvenréttindasinna á þeim tíma hafi verið til sið -
ferðismála í víðum skilningi. Hvernig endurspeglast ólík nálgun
kvenfrelsissinna að svokölluðum „siðferðismálum“ í opinberri
umræðu um siðferði íslenskra stúlkna? Hversu fyrirferðarmikil
voru málefni eins og tvöfalt siðgæði og frjálsar ástir í umræðu
íslenskra kvenréttindasinna við upphaf 20. aldar?
Mér vitandi hefur lítið verið skrifað um kynferðismál og kyn-
verund Íslendinga á umræddu tímabili. Bók Ingu Huldar Hákonar -
dóttur um kynhegðun Íslendinga fyrr á tímum fjallar nánast ekkert
um þetta tímabil en þeim mun meira um aldirnar á undan og nýleg
BA-ritgerð Pálma Gauts Sverrissonar tekur til síðara tímabils. Þá
hefur Þorgerður Þorvaldsdóttir ritað um samkynhneigð í réttar-
sögulegu samhengi með því að skoða dóma vegna kynferðisbrota
— þar á meðal svokallaðra skírlífisbrota — á fyrstu áratugum 20.
aldar og eggert Þór Bernharðsson hefur fjallað um hina nýju konu
þriðja og fjórða áratugar 20. aldar, „Reykjavíkurstúlkuna.“ Auk þess
hefur Gísli Ágúst Gunnlaugsson skrifað um fjölskyldumynstur, ást
og hjónabönd á Íslandi á 19. öld og Már Jónsson hefur ritað um rétt-
arsögulega hlið kynferðismála auk stöku greina um kynsiðferði fyrri
alda.2 Ég hef hins vegar enga úttekt séð á umræðu um „siðferðis-
ástand“ Íslendinga við upphaf aldarinnar né þátt þekktra kven-
frelsiskvenna í þeirri umræðu. Þá hef ég ekki heldur orðið var við
neins konar hugmyndasögulega úttekt á viðhorfum til kynlífs og
kynferðismála á þessu tímabili.
Margt veldur því að ekki er hlaupið að því að rannsaka slík
viðfangsefni. Taka þarf til greina það málfar sem var við lýði upp úr
„lauslætið í reykjavík“ 105
2 Inga Huld Hákonardóttir, Fjarri hlýju hjónasængur. Öðruvísi Íslandssaga (Reykja -
vík: Mál og menning 1992). — Pálmi Gautur Sverrisson, Holdsins vísindi.
Áhrifavaldar, viðtökur, áhrif — frá þriðja áratug 20. aldar til loka hins fimmta.
BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands, 2008. — Þorgerður Þorvaldsdóttir,
„Iceland 1869–1992. From Silence to Rainbow Revolution“, Criminally Queer.
Homosexuality and Criminal Law in Scandinavia 1842–1999. Ritstj. Jens Rydström og
kati Mustola (Amsterdam: Aksant Academic Publishers 2007). — eggert Þór
Bernharðsson, „„Ó, vesalings tískunnar þrælar.“ Um „Reykjavíkurstúlkuna“ og
hlutverk hennar“, Sagnir 11 (1990), bls. 16–27. — Gísli Ágúst Gunnlaugsson,
„Ást og hjónaband á fyrri öldum. Um ástina og hjónabandið í erlendum
sagnfræðirannsóknum og íslensku samfélagi 1780–1900“, Ný Saga 2 (1988), bls.
76–87. — Már Jónsson, Blóðskömm á Íslandi 1270–1870 (Reykjavík: Háskóla -
útgáfan 1993). — Már Jónsson, „konur fyrirgefa körlum hór“, Ný Saga 1 (1987),
bls. 70–78. — Már Jónsson, „Óstjórnleg lostasemi karla á fyrri tíð“, Ný Saga 5
(1991), bls. 4–10.
1-SagaVOR2011—NOTAGreinar_Sagahaust2004-NOTA5/4/111:12PMPage105